Heimilin í fyrsta sæti Þorsteinn Sæmundsson og Þórunn Egilsdóttir skrifar 1. október 2015 07:00 Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Þórunn Egilsdóttir Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Ein helsta áhersla Framsóknar – á þessu kjörtímabili sem öðrum – hefur verið á heimilin í landinu. Í byrjun ársins fórum við að sjá áhrif leiðréttingarinnar á verðtryggðum húsnæðislánum og í vor var samþykkt, samhliða gerð kjarasamninga, að ráðast í umfangsmiklar aðgerðir til úrbóta á húsnæðismarkaði, bæði fyrir leigjendur og eigendur. Á Íslandi höfum við glímt við fremur takmarkaðan leigumarkað síðustu ár. Fasteignir eru auglýstar til leigu og þá er slegist um hvern lausan fermetra. Þegar eftirspurnin er slík er eðlilegt að verðið hækki samhliða því og efnaminni fjölskyldur eiga þar með erfiðara með að standa undir venjulegum heimilisrekstri. Það er auðsjáanlegt að brýnt er að byggja upp leigumarkaðinn, bæði með auknu framboði hagkvæmra eininga og breytingu á húsaleigulögum. Þessar aðgerðir eru – ásamt fleirum – hluti af yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir í húsnæðismálum sem birt var síðastliðið vor og verða frumvörp þess efnis lögð fram á þingi nú í haust. Því fögnum við.Hagkvæmari kostur fyrir tekjulága Eitt af þessum frumvörpum gengur út á að leggja grunn að nýju leiguhúsnæði. Einungis á næsta ári er ráðgert að verja 1,5 milljörðum króna í verkefnið og í heildina er áætlað að byggja 2.300 leiguíbúðir á næstu 4 árum. Nýja leigukerfið verður fjármagnað með stofnframlögum ríkis og sveitarfélaga og með beinum vaxtaniðurgreiðslum ríkisins sem nema um 30% af stofnkostnaði.xxxvísir/vilhelmMarkmiðið er að lækka húsnæðiskostnað efnaminni leigjenda og horft er sérstaklega til barnafjölskyldna og heimila sem eru í fjárhagsvanda. Framlag ríkis og sveitarfélaga til uppbyggingar leigukerfisins ætti að jafnaði að leiða til þess að leigan nemi ekki hærra hlutfalli en 20-25% af tekjum. Með nýju kerfi auðveldum við því fjölskyldum að koma undir sig fótunum, leggja til hliðar og minnka greiðslubyrði sína jafnt og þétt. Einnig er mikilvægt að tryggja húsnæði til lengri tíma svo heimili séu laus við þá óvissu sem getur fylgt almennum leigumarkaði.Skýrari reglur á leigumarkaði Auk þess verður lagt fram frumvarp um breytingu á húsaleigulögum fyrir hinn almenna markað. Þar er lögð áhersla á aukinn rétt leigjenda og leigusala með skýrari ákvæðum um uppsagnarfrest, samskipti og ástand leiguhúsnæðis. Mikilvægt er að auðvelda samskipti leigjenda og leigusala svo fólk viti betur að hverju það gengur, með það að markmiði að minnka ágreining og koma meiri festu á samskipti. Þannig sköpum við heilbrigðari leigumarkað og meira öryggi fyrir alla aðila. Framsókn notaði slagorðið „Framsókn fyrir heimilin“ í síðustu kosningum og ekki að ástæðulausu. Okkar áhersla er og verður á heimilin í landinu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun