Konur og aðrir sólbaðsstofunuddarar – taka þrjú Tryggvi Gíslason skrifar 13. október 2015 07:00 Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinar Gunnlausson er við sama heygarðshornið í Fréttablaðinu í gær og reynir nú að fela sig á bak við kenningar lögfræðinnar um réttarheimildir. Athugasemdir mínar fjölluðu ekki um ákvæði stjórnarskrár um réttarheimildir og að sjálfsögðu eiga dómstólar að leysa úr réttarágreiningi milli manna með því að dæma að lögum. Á stundum þurfum við kennarar að endurtaka fyrir nemendum sem geta ekki – eða vilja ekki skilja það sem við þá er sagt. Af þeim sökum verð ég að endurtaka þrjú meginatriði í málflutningi mínum í deilum okkar Jóns Steinars: Í fyrsta lagi: Krafa nútíma lýðræðis, þar sem jafnrétti á öllum sviðum er hornsteinninn, er að konur komi alls staðar að málum þar sem velferð þegna lýðræðissamfélags er ráðin – til jafns við karlmenn. Í öðru lagi: Það er rangt að bera saman lækna, iðnaðarmenn, verkamenn, veitingamenn og sólbaðsstofunuddara annars vegar og konur hins vegar, eins og Jóns Steinar gerir. Konur eru menn – ekki starfsstétt. Í þriðja lagi: Landslög eru mannasetningar – ekki óskeikul guðs lög, enda þótt lögin verði að vera forsenda fyrir starfi dómstóla. En vegna þess að lögin eru ekki óskeikul fæst lagalega rétt niðurstaða ekki alltaf – skoðanir á túlkun laganna eru skiptar og hin lagalega rétta niðurstaða er ekki aðeins ein, eins og Jón Steinar heldur fram. Það er líka þess vegna sem Jón Steinar, fyrrverandi hæstaréttardómari, gerir athugasemdir í rammagrein í miðopnu Morgunblaðsins í gær við niðurstöður Hæstaréttar sl. fimmtudag í máli gegn fyrrverandi bankastjóra Landsbanka Íslands.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar