Umfjöllun. viðtöl og myndir: Ísland - Þýskaland 17-22 | Þýska liðið númeri of stórt fyrir Stelpurnar okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. október 2015 18:00 Ísland tapaði með fimm marka mun, 17-22, fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta í dag. Íslenska liðið hefur þar með tapað báðum leikjum sínum í riðli 7 í undankeppninni en á fimmtudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Frakklandi á útivelli, 27-17.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Vodafone-höllinni í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Vandamál íslenska liðsins í dag var af svipuðum toga og gegn Frökkum en sóknarleikurinn var einfaldlega skelfilegur eins og 17 mörk skoruð gefa til kynna. Varnarleikurinn var fínn og Florentina Stanciu frábær í markinu og því var íslenska liðið inni í leiknum allt þar til á síðustu 10-15 mínútum. Þá sigu Þjóðverjar fram úr og lönduðu öruggum fimm marka sigri, 17-22. Íslenska liðið gat vel við unað að vera bara einu marki undir í hálfleik miðað við allt. Þýska liðið byrjaði leikinn mun betur og eftir 11 mínútna leik var staðan 2-7, þeim í vil. Sóknarleikur íslenska liðsins var álíka slakur og gegn Frökkum á fimmtudaginn. Boltinn gekk illa, það var lítið um árásir en þeim mun meira um tapaða bolta. Ógnunin utan af velli var lítil og íslenska liðinu gekk ekkert að opna hornin. En þrátt fyrir slæma stöðu hélt íslenska liðið haus og átti frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik þegar það skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 7-7. Þýska liðið náði vopnum sínum á ný og ef ekki hefði verið fyrir góða markvörslu Florentinu hefðu gestirnir farið með betri stöðu inn í hálfleikinn. Florentina varði alls 10 skot í fyrri hálfleik, eða 45% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hafi sóknarleikur Íslands verið slakur í fyrri hálfleik þá var hann enn verri í þeim seinni. Íslenska liðið skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleik og það kom af vítalínunni. Clara Woltering varði eins og berserkur í markinu, alls 20 skot í leiknum, en skotin sem hún fékk á sig voru mörg hver ekkert sérstaklega krefjandi. En þrátt fyrir allt brasið á sóknarleiknum tókst þýska liðinu ekki að stinga það íslenska af. Florentina hélt áfram að verja af krafti og þá var sóknarleikur þeirra þýsku ekkert sérstakur. Ramune Pekarskyte, sem átti annars afleitan leik, minnkaði muninn í 14-17 þegar kortér var eftir en í stað þess að íslenska liðinu tækist að minnka muninn enn frekar gáfu Þjóðverjar í, skoruðu þrjú mörk í röð, náðu sex marka forystu, 14-20, og gengu þar með frá leiknum. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 17-22. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. Hún náði sér þó ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Íslands í sókninni. Skotnýting liðsins var aðeins 35% sem er ekki vænlegt til árangurs gegn jafn sterkum andstæðingi og Þýskalandi. Florentina varði 18 skot í íslenska markinu, eða 46% þeirra skota sem hún fékk á sig.Ágúst: Sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari, sagði sóknarleik Íslands hafa orðið liðinu að falli í fimm marka tapi, 17-22, fyrir Þýskalandi í dag. "Sóknarleikurinn er bara ekki nægilega vel útfærður. Við spilum leikkerfin ekki nógu vel, fáum lítið af mörkum utan af velli, skotnýtingin var ekki góð og það veit ekki á gott," sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir slakan sóknarleik var íslenska liðið inni í leiknum allt þar til 10-15 mínútur voru eftir. "Liðið barðist vel, það vantaði ekkert upp á það. Við vissum að við værum að spila við sterkt lið en ég hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá mínu liði í dag," sagði Ágúst sem var þó nokkuð ánægður með varnarleikinn og frammistöðu Florentinu Stanciu í markinu en hún varði 18 skot í leiknum. "Það er alls ekki slæmt að halda þeim í 22 mörkum og Flora var virkilega góð en við þurfum að keyra betri hraðaupphlaup og refsa meira með þeim. Og svo þurfum við auðvitað að vera beittari í uppstilltum sóknarleik og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna betur í." Þrátt fyrir að íslenska liðið sé stigalaust eftir tvo fyrstu leikina í undankeppninni segir Ágúst að möguleikinn á að komast í lokakeppnina í Svíþjóð á næsta ári sé enn fyrir hendi. "Þetta gerir það að verkum að það verður erfitt að komast alla leið en það eru enn fjórir leikir eftir og við þurfum bara að reyna ná í góð úrslit á móti Sviss sem eru næstu andstæðingar," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.Sunna: Finnst við ekki lélegri en þetta lið Sunna Jónsdóttir átti fínan leik í íslensku vörninni gegn Þýskalandi í dag en hún var að vonum súr í broti eftir fimm marka tap, 17-22. "Þetta eru mikil vonbrigði og ótrúlega svekkjandi. Mér finnst við ekki lélegri en þetta lið. "En það segir sig sjálft að maður vinnur ekki marga leiki þegar maður skorar bara 17 mörk," sagði Sunna sem var þó nokkuð sátt með varnarleikinn enda skoraði þýska liðið aðeins 22 mörk. "Vörnin var allt í lagi og Flora var frábær í markinu og að fá á sig 22 mörk á oft að duga til sigurs. En við fáum ekki nógu mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju." Sunna segir að íslenska liðið hefði mátt vera ákveðnara í sóknarleiknum og horfa meira á markið. "Við tókum aðeins fleiri skot fyrir utan en gegn Frakklandi sem er jákvætt, þótt þau hafi ekki verið að fara inn. Svo vorum við ekki nógu ákveðnar að fara á markið og fórum of mikið til hliðar," sagði Sunna að endingu.Ágúst Jóhannsson talar við stelpurnar.Vísir/PjeturSunna Jónsdóttir í vörninni í dag.Vísir/PjeturKaren Knútsdóttir í leiknum í kvöld.Vísir/Pjetur Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ísland tapaði með fimm marka mun, 17-22, fyrir Þýskalandi í undankeppni EM 2016 í handbolta í dag. Íslenska liðið hefur þar með tapað báðum leikjum sínum í riðli 7 í undankeppninni en á fimmtudaginn beið liðið lægri hlut fyrir Frakklandi á útivelli, 27-17.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Vodafone-höllinni í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Vandamál íslenska liðsins í dag var af svipuðum toga og gegn Frökkum en sóknarleikurinn var einfaldlega skelfilegur eins og 17 mörk skoruð gefa til kynna. Varnarleikurinn var fínn og Florentina Stanciu frábær í markinu og því var íslenska liðið inni í leiknum allt þar til á síðustu 10-15 mínútum. Þá sigu Þjóðverjar fram úr og lönduðu öruggum fimm marka sigri, 17-22. Íslenska liðið gat vel við unað að vera bara einu marki undir í hálfleik miðað við allt. Þýska liðið byrjaði leikinn mun betur og eftir 11 mínútna leik var staðan 2-7, þeim í vil. Sóknarleikur íslenska liðsins var álíka slakur og gegn Frökkum á fimmtudaginn. Boltinn gekk illa, það var lítið um árásir en þeim mun meira um tapaða bolta. Ógnunin utan af velli var lítil og íslenska liðinu gekk ekkert að opna hornin. En þrátt fyrir slæma stöðu hélt íslenska liðið haus og átti frábæran kafla um miðjan fyrri hálfleik þegar það skoraði fimm mörk í röð og jafnaði metin í 7-7. Þýska liðið náði vopnum sínum á ný og ef ekki hefði verið fyrir góða markvörslu Florentinu hefðu gestirnir farið með betri stöðu inn í hálfleikinn. Florentina varði alls 10 skot í fyrri hálfleik, eða 45% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hafi sóknarleikur Íslands verið slakur í fyrri hálfleik þá var hann enn verri í þeim seinni. Íslenska liðið skoraði aðeins eitt mark á fyrstu 13 mínútum seinni hálfleik og það kom af vítalínunni. Clara Woltering varði eins og berserkur í markinu, alls 20 skot í leiknum, en skotin sem hún fékk á sig voru mörg hver ekkert sérstaklega krefjandi. En þrátt fyrir allt brasið á sóknarleiknum tókst þýska liðinu ekki að stinga það íslenska af. Florentina hélt áfram að verja af krafti og þá var sóknarleikur þeirra þýsku ekkert sérstakur. Ramune Pekarskyte, sem átti annars afleitan leik, minnkaði muninn í 14-17 þegar kortér var eftir en í stað þess að íslenska liðinu tækist að minnka muninn enn frekar gáfu Þjóðverjar í, skoruðu þrjú mörk í röð, náðu sex marka forystu, 14-20, og gengu þar með frá leiknum. Á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 17-22. Karen Knútsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með fjögur mörk. Hún náði sér þó ekki á strik frekar en aðrir leikmenn Íslands í sókninni. Skotnýting liðsins var aðeins 35% sem er ekki vænlegt til árangurs gegn jafn sterkum andstæðingi og Þýskalandi. Florentina varði 18 skot í íslenska markinu, eða 46% þeirra skota sem hún fékk á sig.Ágúst: Sóknarleikurinn var ekki nógu vel útfærður Ágúst Jóhannsson, landsliðsþjálfari, sagði sóknarleik Íslands hafa orðið liðinu að falli í fimm marka tapi, 17-22, fyrir Þýskalandi í dag. "Sóknarleikurinn er bara ekki nægilega vel útfærður. Við spilum leikkerfin ekki nógu vel, fáum lítið af mörkum utan af velli, skotnýtingin var ekki góð og það veit ekki á gott," sagði Ágúst í samtali við Vísi eftir leik. Þrátt fyrir slakan sóknarleik var íslenska liðið inni í leiknum allt þar til 10-15 mínútur voru eftir. "Liðið barðist vel, það vantaði ekkert upp á það. Við vissum að við værum að spila við sterkt lið en ég hefði viljað sjá betri frammistöðu hjá mínu liði í dag," sagði Ágúst sem var þó nokkuð ánægður með varnarleikinn og frammistöðu Florentinu Stanciu í markinu en hún varði 18 skot í leiknum. "Það er alls ekki slæmt að halda þeim í 22 mörkum og Flora var virkilega góð en við þurfum að keyra betri hraðaupphlaup og refsa meira með þeim. Og svo þurfum við auðvitað að vera beittari í uppstilltum sóknarleik og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna betur í." Þrátt fyrir að íslenska liðið sé stigalaust eftir tvo fyrstu leikina í undankeppninni segir Ágúst að möguleikinn á að komast í lokakeppnina í Svíþjóð á næsta ári sé enn fyrir hendi. "Þetta gerir það að verkum að það verður erfitt að komast alla leið en það eru enn fjórir leikir eftir og við þurfum bara að reyna ná í góð úrslit á móti Sviss sem eru næstu andstæðingar," sagði landsliðsþjálfarinn að lokum.Sunna: Finnst við ekki lélegri en þetta lið Sunna Jónsdóttir átti fínan leik í íslensku vörninni gegn Þýskalandi í dag en hún var að vonum súr í broti eftir fimm marka tap, 17-22. "Þetta eru mikil vonbrigði og ótrúlega svekkjandi. Mér finnst við ekki lélegri en þetta lið. "En það segir sig sjálft að maður vinnur ekki marga leiki þegar maður skorar bara 17 mörk," sagði Sunna sem var þó nokkuð sátt með varnarleikinn enda skoraði þýska liðið aðeins 22 mörk. "Vörnin var allt í lagi og Flora var frábær í markinu og að fá á sig 22 mörk á oft að duga til sigurs. En við fáum ekki nógu mörg auðveld mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgju." Sunna segir að íslenska liðið hefði mátt vera ákveðnara í sóknarleiknum og horfa meira á markið. "Við tókum aðeins fleiri skot fyrir utan en gegn Frakklandi sem er jákvætt, þótt þau hafi ekki verið að fara inn. Svo vorum við ekki nógu ákveðnar að fara á markið og fórum of mikið til hliðar," sagði Sunna að endingu.Ágúst Jóhannsson talar við stelpurnar.Vísir/PjeturSunna Jónsdóttir í vörninni í dag.Vísir/PjeturKaren Knútsdóttir í leiknum í kvöld.Vísir/Pjetur
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira