Sala Huawei-síma eykst hraðast á þessu ári Sæunn Gísladóttir skrifar 27. október 2015 14:41 Sérfræðingar spá því að 100 milljón Huawei símar muni seljast á árinu. Vísir/EPA Kínverski snjallsímaframleiðandinn Huawei er á öruggri leið með að verða mest vaxandi snjallsímaframleiðandi þessa árs, að mati greiningaraðila. Huawei er í augnablikinu þriðji stærsti snjallsímaframleiðandi heims á eftir Samsung og Apple. Sala hans hefur hins vegar aukist til muna á þessu ári. Í gær tilkynnti framleiðandinn að snjallsímasendingar hefðu aukist um 63 prósent milli ára og námu 27,4 milljónum. Sala dýrari tegunda síma jókst einnig sem er jákvætt fyrir fyrirtækið sem vill losna við þá ímynd að selja einungis ódýrari síma. Eftir góða sölu á þriðja ársfjórðungi áætla sérfræðingar að framleiðandinn muni selja 100 milljón snjallsíma á árinu, sem er 33 prósent aukning milli ára. Það er meiri söluaukning heldur en hjá samkeppnisaðilunum Apple, Xiaomi og Lenovo. Huawei á þó enn langt í land með að ná markaðsyfirráðum en markaðshlutdeild fyrirtækisins nam sjö milljörðum dollara, jafnvirði 900 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi sem er fimmtungur hlutdeildar Apple og Samsung. Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Kínverski snjallsímaframleiðandinn Huawei er á öruggri leið með að verða mest vaxandi snjallsímaframleiðandi þessa árs, að mati greiningaraðila. Huawei er í augnablikinu þriðji stærsti snjallsímaframleiðandi heims á eftir Samsung og Apple. Sala hans hefur hins vegar aukist til muna á þessu ári. Í gær tilkynnti framleiðandinn að snjallsímasendingar hefðu aukist um 63 prósent milli ára og námu 27,4 milljónum. Sala dýrari tegunda síma jókst einnig sem er jákvætt fyrir fyrirtækið sem vill losna við þá ímynd að selja einungis ódýrari síma. Eftir góða sölu á þriðja ársfjórðungi áætla sérfræðingar að framleiðandinn muni selja 100 milljón snjallsíma á árinu, sem er 33 prósent aukning milli ára. Það er meiri söluaukning heldur en hjá samkeppnisaðilunum Apple, Xiaomi og Lenovo. Huawei á þó enn langt í land með að ná markaðsyfirráðum en markaðshlutdeild fyrirtækisins nam sjö milljörðum dollara, jafnvirði 900 milljarða íslenskra króna á öðrum ársfjórðungi sem er fimmtungur hlutdeildar Apple og Samsung.
Tækni Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira