Bjargræði eða böl? Vonlaus staða flóttamanna á Íslandi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Lög þau sem á Íslandi gilda um dvalarleyfi til útlendinga eru svo götótt og geðþóttaleg að furðu vekur. Þau fela ráðherra nánast alræðisvald varðandi það að setja reglur og veita undanþágur frá reglum. Þau veita einnig Útlendingastofnun allverulegt svigrúm til þess að túlka reglur og líta fram hjá þeim (96/2002, greinar 5, 32, 33, 50, 51, 52). Sú nýjung að taka upp kærunefnd útlendingamála sl. vor var skref til bóta, en hefur því miður ekki miklu breytt í reynd. Sveigjanleiki laga kann að virðast hagfelldur þegar samfélagsleg sátt ríkir um túlkun laganna og framkvæmd. Farsælla væri þó að hafa um þessi mál skýran lagaramma þannig að hægt sé að fjalla af raunverulegri fagmennsku frekar en geðþótta um málefni flóttamanna og innflytjenda. Nú hefur og sýnt sig að gjá er að myndast milli almenningsálitsins og stjórnvalda vegna þess hvernig lögin hafa verið túlkuð. Hentistefnuvald Útlendingastofnunar Þegar umdeild mál hafa komið upp þar sem fólki er vísað frá landinu þá hefur einatt verið vísað til laga. Staðreyndin er hins vegar sú að forstjóri Útlendingastofnunar hefur kosið að túlka lögin þannig að hælisleitendur hafa ekki svo séð verði notið nokkurs vafa. Þvert á móti hafa ákvarðandir stofnunarinnar verið íþyngjandi og harðneskjulegar gagnvart þeim sem hingað leita. Yfir Útlendingastofnun ríkir innanríkisráðherra sem lögum samkvæmt gæti gripið í taumana en hefur ekki, þegar þessi orð eru skrifuð, gert það. Eitt dæmi um lagaákvæði sem litið var fram hjá þegar albanskri fjölskyldu var neitað um dvalarleyfi fyrr í vikunni – en hefði svo auðveldlega mátt láta ráða gagnstæðri niðurstöðu – er 12. grein laganna. Þar segir að sérstaklega skuli litið til hagsmuna barna þegar ákvörðun er tekin um dvalarleyfi af mannúðarástæðum „og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun“. Vandséð er að þetta lagaákvæði hafi ráðið nokkru við þá ákvörðun að reka fimm manna fjölskyldu úr landi þrátt fyrir þá staðreynd að börnin voru byrjuð í skóla og foreldrarnir allir af vilja gerðir að sjá fjölskyldunni farborða í nýjum heimkynnum. Annað hörmulegt dæmi, jafn nýlegt, varðar sýrlenska barnafjölskyldu. Fólkið hafði neyðst til þess að sækja um – og fengið – dvalarleyfi í Grikklandi, til þess að komast þar í gegn með börnin sín á flóttanum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Hefðu þau ekki sótt um dvalarleyfi þar í landi hefðu þau verið handtekin og aldrei komist lengra. Grikkland hefur verið skilgreint sem óöruggt land, eins og innanríkisráðherra hefur sjálfur upplýst í þingræðu, og það er ekki venja siðaðra þjóða að senda flýjandi fólk til landa sem skilgreind hafa verið sem óörugg. Enn kýs þó Útlendingastofnun að horfa á allt annað lagaákvæði heldur en það sem mælir fyrir um hagsmuni barnanna tveggja sem foreldrarnir hafa flúið með norður hingað í leit að öryggi og auknum lífsgæðum. Niðurstaðan er miskunnarlaus. Fólkinu skal vísað úr landi og það sent til Grikklands. Óboðleg staða Það er óboðlegt að löggjöf sem varðar líf og afdrif fólks í erfiðum aðstæðum skuli vera svo götótt og illa úr garði gerð að það velti á duttlungum embættismanna og/eða pólitískum geðþótta ráðamanna hvernig úr rætist. Að það skuli vera hægt að velja lagagreinar líkt og smárétti af hlaðborði til þess að rökstyðja nánast hvað sem er við afgreiðslu mála. Úr þessu er brýn þörf að bæta. Málefni flóttamanna og innflytjenda (sem er ekki endilega sami hópur) þarf nauðsynlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. Nafngiftin „lög um útlendinga“ er ein og sér aðgreinandi og neikvæð. Þetta verður enn augljósara í markmiðsgrein laganna þar sem fjallað er um „heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni“ (2. gr). Þetta tortryggna viðhorf hefur einmitt ráðið för við framkvæmd laganna gagnvart því fólki sem leitar til Íslands í von um betra líf, augljóslega með þá von í brjósti að geta orðið hér nýtir þjóðfélagsþegnar. Mannleg örlög koma okkur við Hinn þungi flóttamannastraumur – sem kalla mætti þjóðflutninga – til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan og fleiri átakasvæðum hefur opnað nýjar víddir í umræðunni um málefni flóttamanna. Myndir af lífvana börnum sem haföldur skola upp að ströndum nágrannaþjóða hafa opnað augu okkar fyrir því að mannleg örlög koma okkur öllum við. „Að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Þess vegna er nú vaxandi þrýstingur á stjórnvöld allra Evrópulanda að bregðast við ástandinu sem sam-mannlegum vanda, af þeirri mannúð sem krefjast má af siðmenntuðum þjóðum, með vandaðri löggjöf og skýrum, sanngjörnum reglum og samstarfi. Um tíma leit svo út sem íslensk stjórnvöld ætluðu að svara þessu ákalli. Því miður benda aðgerðir Útlendingastofnunar síðustu daga ekki til þess að stjórnvöldum sé nein alvara með hálfvolgum yfirlýsingum um óljósar úrbætur. Sé ekki svo, þá er höndin augljóslega ekki að hlýða höfðinu. En innanríkisráðherra – sem lögum samkvæmt setur reglur og skilyrði fyrir komu fólks til landsins, dvalar- og búsetuleyfi (2. gr.) – er í lófa lagið að endurskoða þær reglur sem Útlendingastofnun beitir fyrir sig til þess að reka barnafjölskyldur úr landi. Boltinn er hjá ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Lög þau sem á Íslandi gilda um dvalarleyfi til útlendinga eru svo götótt og geðþóttaleg að furðu vekur. Þau fela ráðherra nánast alræðisvald varðandi það að setja reglur og veita undanþágur frá reglum. Þau veita einnig Útlendingastofnun allverulegt svigrúm til þess að túlka reglur og líta fram hjá þeim (96/2002, greinar 5, 32, 33, 50, 51, 52). Sú nýjung að taka upp kærunefnd útlendingamála sl. vor var skref til bóta, en hefur því miður ekki miklu breytt í reynd. Sveigjanleiki laga kann að virðast hagfelldur þegar samfélagsleg sátt ríkir um túlkun laganna og framkvæmd. Farsælla væri þó að hafa um þessi mál skýran lagaramma þannig að hægt sé að fjalla af raunverulegri fagmennsku frekar en geðþótta um málefni flóttamanna og innflytjenda. Nú hefur og sýnt sig að gjá er að myndast milli almenningsálitsins og stjórnvalda vegna þess hvernig lögin hafa verið túlkuð. Hentistefnuvald Útlendingastofnunar Þegar umdeild mál hafa komið upp þar sem fólki er vísað frá landinu þá hefur einatt verið vísað til laga. Staðreyndin er hins vegar sú að forstjóri Útlendingastofnunar hefur kosið að túlka lögin þannig að hælisleitendur hafa ekki svo séð verði notið nokkurs vafa. Þvert á móti hafa ákvarðandir stofnunarinnar verið íþyngjandi og harðneskjulegar gagnvart þeim sem hingað leita. Yfir Útlendingastofnun ríkir innanríkisráðherra sem lögum samkvæmt gæti gripið í taumana en hefur ekki, þegar þessi orð eru skrifuð, gert það. Eitt dæmi um lagaákvæði sem litið var fram hjá þegar albanskri fjölskyldu var neitað um dvalarleyfi fyrr í vikunni – en hefði svo auðveldlega mátt láta ráða gagnstæðri niðurstöðu – er 12. grein laganna. Þar segir að sérstaklega skuli litið til hagsmuna barna þegar ákvörðun er tekin um dvalarleyfi af mannúðarástæðum „og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun“. Vandséð er að þetta lagaákvæði hafi ráðið nokkru við þá ákvörðun að reka fimm manna fjölskyldu úr landi þrátt fyrir þá staðreynd að börnin voru byrjuð í skóla og foreldrarnir allir af vilja gerðir að sjá fjölskyldunni farborða í nýjum heimkynnum. Annað hörmulegt dæmi, jafn nýlegt, varðar sýrlenska barnafjölskyldu. Fólkið hafði neyðst til þess að sækja um – og fengið – dvalarleyfi í Grikklandi, til þess að komast þar í gegn með börnin sín á flóttanum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Hefðu þau ekki sótt um dvalarleyfi þar í landi hefðu þau verið handtekin og aldrei komist lengra. Grikkland hefur verið skilgreint sem óöruggt land, eins og innanríkisráðherra hefur sjálfur upplýst í þingræðu, og það er ekki venja siðaðra þjóða að senda flýjandi fólk til landa sem skilgreind hafa verið sem óörugg. Enn kýs þó Útlendingastofnun að horfa á allt annað lagaákvæði heldur en það sem mælir fyrir um hagsmuni barnanna tveggja sem foreldrarnir hafa flúið með norður hingað í leit að öryggi og auknum lífsgæðum. Niðurstaðan er miskunnarlaus. Fólkinu skal vísað úr landi og það sent til Grikklands. Óboðleg staða Það er óboðlegt að löggjöf sem varðar líf og afdrif fólks í erfiðum aðstæðum skuli vera svo götótt og illa úr garði gerð að það velti á duttlungum embættismanna og/eða pólitískum geðþótta ráðamanna hvernig úr rætist. Að það skuli vera hægt að velja lagagreinar líkt og smárétti af hlaðborði til þess að rökstyðja nánast hvað sem er við afgreiðslu mála. Úr þessu er brýn þörf að bæta. Málefni flóttamanna og innflytjenda (sem er ekki endilega sami hópur) þarf nauðsynlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. Nafngiftin „lög um útlendinga“ er ein og sér aðgreinandi og neikvæð. Þetta verður enn augljósara í markmiðsgrein laganna þar sem fjallað er um „heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni“ (2. gr). Þetta tortryggna viðhorf hefur einmitt ráðið för við framkvæmd laganna gagnvart því fólki sem leitar til Íslands í von um betra líf, augljóslega með þá von í brjósti að geta orðið hér nýtir þjóðfélagsþegnar. Mannleg örlög koma okkur við Hinn þungi flóttamannastraumur – sem kalla mætti þjóðflutninga – til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan og fleiri átakasvæðum hefur opnað nýjar víddir í umræðunni um málefni flóttamanna. Myndir af lífvana börnum sem haföldur skola upp að ströndum nágrannaþjóða hafa opnað augu okkar fyrir því að mannleg örlög koma okkur öllum við. „Að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Þess vegna er nú vaxandi þrýstingur á stjórnvöld allra Evrópulanda að bregðast við ástandinu sem sam-mannlegum vanda, af þeirri mannúð sem krefjast má af siðmenntuðum þjóðum, með vandaðri löggjöf og skýrum, sanngjörnum reglum og samstarfi. Um tíma leit svo út sem íslensk stjórnvöld ætluðu að svara þessu ákalli. Því miður benda aðgerðir Útlendingastofnunar síðustu daga ekki til þess að stjórnvöldum sé nein alvara með hálfvolgum yfirlýsingum um óljósar úrbætur. Sé ekki svo, þá er höndin augljóslega ekki að hlýða höfðinu. En innanríkisráðherra – sem lögum samkvæmt setur reglur og skilyrði fyrir komu fólks til landsins, dvalar- og búsetuleyfi (2. gr.) – er í lófa lagið að endurskoða þær reglur sem Útlendingastofnun beitir fyrir sig til þess að reka barnafjölskyldur úr landi. Boltinn er hjá ráðherra.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar