Bjargræði eða böl? Vonlaus staða flóttamanna á Íslandi Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 22. október 2015 07:00 Lög þau sem á Íslandi gilda um dvalarleyfi til útlendinga eru svo götótt og geðþóttaleg að furðu vekur. Þau fela ráðherra nánast alræðisvald varðandi það að setja reglur og veita undanþágur frá reglum. Þau veita einnig Útlendingastofnun allverulegt svigrúm til þess að túlka reglur og líta fram hjá þeim (96/2002, greinar 5, 32, 33, 50, 51, 52). Sú nýjung að taka upp kærunefnd útlendingamála sl. vor var skref til bóta, en hefur því miður ekki miklu breytt í reynd. Sveigjanleiki laga kann að virðast hagfelldur þegar samfélagsleg sátt ríkir um túlkun laganna og framkvæmd. Farsælla væri þó að hafa um þessi mál skýran lagaramma þannig að hægt sé að fjalla af raunverulegri fagmennsku frekar en geðþótta um málefni flóttamanna og innflytjenda. Nú hefur og sýnt sig að gjá er að myndast milli almenningsálitsins og stjórnvalda vegna þess hvernig lögin hafa verið túlkuð. Hentistefnuvald Útlendingastofnunar Þegar umdeild mál hafa komið upp þar sem fólki er vísað frá landinu þá hefur einatt verið vísað til laga. Staðreyndin er hins vegar sú að forstjóri Útlendingastofnunar hefur kosið að túlka lögin þannig að hælisleitendur hafa ekki svo séð verði notið nokkurs vafa. Þvert á móti hafa ákvarðandir stofnunarinnar verið íþyngjandi og harðneskjulegar gagnvart þeim sem hingað leita. Yfir Útlendingastofnun ríkir innanríkisráðherra sem lögum samkvæmt gæti gripið í taumana en hefur ekki, þegar þessi orð eru skrifuð, gert það. Eitt dæmi um lagaákvæði sem litið var fram hjá þegar albanskri fjölskyldu var neitað um dvalarleyfi fyrr í vikunni – en hefði svo auðveldlega mátt láta ráða gagnstæðri niðurstöðu – er 12. grein laganna. Þar segir að sérstaklega skuli litið til hagsmuna barna þegar ákvörðun er tekin um dvalarleyfi af mannúðarástæðum „og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun“. Vandséð er að þetta lagaákvæði hafi ráðið nokkru við þá ákvörðun að reka fimm manna fjölskyldu úr landi þrátt fyrir þá staðreynd að börnin voru byrjuð í skóla og foreldrarnir allir af vilja gerðir að sjá fjölskyldunni farborða í nýjum heimkynnum. Annað hörmulegt dæmi, jafn nýlegt, varðar sýrlenska barnafjölskyldu. Fólkið hafði neyðst til þess að sækja um – og fengið – dvalarleyfi í Grikklandi, til þess að komast þar í gegn með börnin sín á flóttanum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Hefðu þau ekki sótt um dvalarleyfi þar í landi hefðu þau verið handtekin og aldrei komist lengra. Grikkland hefur verið skilgreint sem óöruggt land, eins og innanríkisráðherra hefur sjálfur upplýst í þingræðu, og það er ekki venja siðaðra þjóða að senda flýjandi fólk til landa sem skilgreind hafa verið sem óörugg. Enn kýs þó Útlendingastofnun að horfa á allt annað lagaákvæði heldur en það sem mælir fyrir um hagsmuni barnanna tveggja sem foreldrarnir hafa flúið með norður hingað í leit að öryggi og auknum lífsgæðum. Niðurstaðan er miskunnarlaus. Fólkinu skal vísað úr landi og það sent til Grikklands. Óboðleg staða Það er óboðlegt að löggjöf sem varðar líf og afdrif fólks í erfiðum aðstæðum skuli vera svo götótt og illa úr garði gerð að það velti á duttlungum embættismanna og/eða pólitískum geðþótta ráðamanna hvernig úr rætist. Að það skuli vera hægt að velja lagagreinar líkt og smárétti af hlaðborði til þess að rökstyðja nánast hvað sem er við afgreiðslu mála. Úr þessu er brýn þörf að bæta. Málefni flóttamanna og innflytjenda (sem er ekki endilega sami hópur) þarf nauðsynlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. Nafngiftin „lög um útlendinga“ er ein og sér aðgreinandi og neikvæð. Þetta verður enn augljósara í markmiðsgrein laganna þar sem fjallað er um „heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni“ (2. gr). Þetta tortryggna viðhorf hefur einmitt ráðið för við framkvæmd laganna gagnvart því fólki sem leitar til Íslands í von um betra líf, augljóslega með þá von í brjósti að geta orðið hér nýtir þjóðfélagsþegnar. Mannleg örlög koma okkur við Hinn þungi flóttamannastraumur – sem kalla mætti þjóðflutninga – til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan og fleiri átakasvæðum hefur opnað nýjar víddir í umræðunni um málefni flóttamanna. Myndir af lífvana börnum sem haföldur skola upp að ströndum nágrannaþjóða hafa opnað augu okkar fyrir því að mannleg örlög koma okkur öllum við. „Að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Þess vegna er nú vaxandi þrýstingur á stjórnvöld allra Evrópulanda að bregðast við ástandinu sem sam-mannlegum vanda, af þeirri mannúð sem krefjast má af siðmenntuðum þjóðum, með vandaðri löggjöf og skýrum, sanngjörnum reglum og samstarfi. Um tíma leit svo út sem íslensk stjórnvöld ætluðu að svara þessu ákalli. Því miður benda aðgerðir Útlendingastofnunar síðustu daga ekki til þess að stjórnvöldum sé nein alvara með hálfvolgum yfirlýsingum um óljósar úrbætur. Sé ekki svo, þá er höndin augljóslega ekki að hlýða höfðinu. En innanríkisráðherra – sem lögum samkvæmt setur reglur og skilyrði fyrir komu fólks til landsins, dvalar- og búsetuleyfi (2. gr.) – er í lófa lagið að endurskoða þær reglur sem Útlendingastofnun beitir fyrir sig til þess að reka barnafjölskyldur úr landi. Boltinn er hjá ráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Lög þau sem á Íslandi gilda um dvalarleyfi til útlendinga eru svo götótt og geðþóttaleg að furðu vekur. Þau fela ráðherra nánast alræðisvald varðandi það að setja reglur og veita undanþágur frá reglum. Þau veita einnig Útlendingastofnun allverulegt svigrúm til þess að túlka reglur og líta fram hjá þeim (96/2002, greinar 5, 32, 33, 50, 51, 52). Sú nýjung að taka upp kærunefnd útlendingamála sl. vor var skref til bóta, en hefur því miður ekki miklu breytt í reynd. Sveigjanleiki laga kann að virðast hagfelldur þegar samfélagsleg sátt ríkir um túlkun laganna og framkvæmd. Farsælla væri þó að hafa um þessi mál skýran lagaramma þannig að hægt sé að fjalla af raunverulegri fagmennsku frekar en geðþótta um málefni flóttamanna og innflytjenda. Nú hefur og sýnt sig að gjá er að myndast milli almenningsálitsins og stjórnvalda vegna þess hvernig lögin hafa verið túlkuð. Hentistefnuvald Útlendingastofnunar Þegar umdeild mál hafa komið upp þar sem fólki er vísað frá landinu þá hefur einatt verið vísað til laga. Staðreyndin er hins vegar sú að forstjóri Útlendingastofnunar hefur kosið að túlka lögin þannig að hælisleitendur hafa ekki svo séð verði notið nokkurs vafa. Þvert á móti hafa ákvarðandir stofnunarinnar verið íþyngjandi og harðneskjulegar gagnvart þeim sem hingað leita. Yfir Útlendingastofnun ríkir innanríkisráðherra sem lögum samkvæmt gæti gripið í taumana en hefur ekki, þegar þessi orð eru skrifuð, gert það. Eitt dæmi um lagaákvæði sem litið var fram hjá þegar albanskri fjölskyldu var neitað um dvalarleyfi fyrr í vikunni – en hefði svo auðveldlega mátt láta ráða gagnstæðri niðurstöðu – er 12. grein laganna. Þar segir að sérstaklega skuli litið til hagsmuna barna þegar ákvörðun er tekin um dvalarleyfi af mannúðarástæðum „og skal það sem barni er fyrir bestu haft að leiðarljósi við ákvörðun“. Vandséð er að þetta lagaákvæði hafi ráðið nokkru við þá ákvörðun að reka fimm manna fjölskyldu úr landi þrátt fyrir þá staðreynd að börnin voru byrjuð í skóla og foreldrarnir allir af vilja gerðir að sjá fjölskyldunni farborða í nýjum heimkynnum. Annað hörmulegt dæmi, jafn nýlegt, varðar sýrlenska barnafjölskyldu. Fólkið hafði neyðst til þess að sækja um – og fengið – dvalarleyfi í Grikklandi, til þess að komast þar í gegn með börnin sín á flóttanum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Hefðu þau ekki sótt um dvalarleyfi þar í landi hefðu þau verið handtekin og aldrei komist lengra. Grikkland hefur verið skilgreint sem óöruggt land, eins og innanríkisráðherra hefur sjálfur upplýst í þingræðu, og það er ekki venja siðaðra þjóða að senda flýjandi fólk til landa sem skilgreind hafa verið sem óörugg. Enn kýs þó Útlendingastofnun að horfa á allt annað lagaákvæði heldur en það sem mælir fyrir um hagsmuni barnanna tveggja sem foreldrarnir hafa flúið með norður hingað í leit að öryggi og auknum lífsgæðum. Niðurstaðan er miskunnarlaus. Fólkinu skal vísað úr landi og það sent til Grikklands. Óboðleg staða Það er óboðlegt að löggjöf sem varðar líf og afdrif fólks í erfiðum aðstæðum skuli vera svo götótt og illa úr garði gerð að það velti á duttlungum embættismanna og/eða pólitískum geðþótta ráðamanna hvernig úr rætist. Að það skuli vera hægt að velja lagagreinar líkt og smárétti af hlaðborði til þess að rökstyðja nánast hvað sem er við afgreiðslu mála. Úr þessu er brýn þörf að bæta. Málefni flóttamanna og innflytjenda (sem er ekki endilega sami hópur) þarf nauðsynlega að taka til gagngerrar endurskoðunar á Íslandi. Nafngiftin „lög um útlendinga“ er ein og sér aðgreinandi og neikvæð. Þetta verður enn augljósara í markmiðsgrein laganna þar sem fjallað er um „heimild til að hafa eftirlit með komu til landsins og för úr landi og með dvöl útlendinga hér á landi í samræmi við stefnu stjórnvalda hverju sinni“ (2. gr). Þetta tortryggna viðhorf hefur einmitt ráðið för við framkvæmd laganna gagnvart því fólki sem leitar til Íslands í von um betra líf, augljóslega með þá von í brjósti að geta orðið hér nýtir þjóðfélagsþegnar. Mannleg örlög koma okkur við Hinn þungi flóttamannastraumur – sem kalla mætti þjóðflutninga – til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan og fleiri átakasvæðum hefur opnað nýjar víddir í umræðunni um málefni flóttamanna. Myndir af lífvana börnum sem haföldur skola upp að ströndum nágrannaþjóða hafa opnað augu okkar fyrir því að mannleg örlög koma okkur öllum við. „Að hjörtum mannanna svipar saman í Súdan og Grímsnesinu.“ Þess vegna er nú vaxandi þrýstingur á stjórnvöld allra Evrópulanda að bregðast við ástandinu sem sam-mannlegum vanda, af þeirri mannúð sem krefjast má af siðmenntuðum þjóðum, með vandaðri löggjöf og skýrum, sanngjörnum reglum og samstarfi. Um tíma leit svo út sem íslensk stjórnvöld ætluðu að svara þessu ákalli. Því miður benda aðgerðir Útlendingastofnunar síðustu daga ekki til þess að stjórnvöldum sé nein alvara með hálfvolgum yfirlýsingum um óljósar úrbætur. Sé ekki svo, þá er höndin augljóslega ekki að hlýða höfðinu. En innanríkisráðherra – sem lögum samkvæmt setur reglur og skilyrði fyrir komu fólks til landsins, dvalar- og búsetuleyfi (2. gr.) – er í lófa lagið að endurskoða þær reglur sem Útlendingastofnun beitir fyrir sig til þess að reka barnafjölskyldur úr landi. Boltinn er hjá ráðherra.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun