Smokkasala hríðfellur í Kína í kjölfar afnáms einbirnisstefnunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 23:30 Kínverji labbar framhjá smekkfullum smokkarekka í verslun í Peking. Vísir/AFp Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun. Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun.
Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira