Aron ánægður með hvernig Ólafur Stefánsson kemur inn í þjálfarateymið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 06:30 Aron Kristjánsson og Ólafur Stefánsson á æfingu íslenska liðsins fyrir Gullmótið í Noregi. Vísir/Anton Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta varð í öðru sæti í Gulldeildinni, fjögurra þjóða æfingamótinu í Ósló, sem lauk með úrslitaleik Íslendinga og Dana í gær. Íslenska handboltalandsliðið gerði góða hluti í fyrstu æfingaleikjum liðsins fyrir Evrópumótið í Pólland í janúar en íslensku strákarnir náðu silfurverðlaunum í Gulldeildinni, æfingamóti í Ósló, þar sem liðið vann endurkomusigur á Norðmönnum og flottan sigur á ríkjandi heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka. Lokaleikurinn gegn Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans tapaðist reyndar með átta marka mun í gær en það er ljóst að Aron Kristjánsson gat verið ánægður með margt í leik liðsins. „Útkoman á þessu móti er fín þótt við séum ónægðir í dag með bæði byrjunina og endinn í Danaleiknum. Mótið í heild sinni er fínt og það er búin að vera góð vinna í vikunni. Nú tekur bara við gríðarlega mikil vinna fram að EM, bæði hjá leikmönnunum sjálfum og okkur sem erum að undirbúa okkur fyrir þessa mótherja,“ sagði Aron sem vill sjá leikmenn vinna vel í sínum málum. Íslenska liðið var augljóslega bensínlaust á móti Dönum í lokaleiknum í gær og það má ekki gerast á EM í Póllandi. „Leikmennirnir þurfa að passa upp á sig og koma sér í gríðarlega gott form því álagið verður mikið á Evrópumótinu,“ sagði Aron. Hann lítur svo á að íslenska landsliðið hafi eignast tvo nýja landsliðsmenn í þeim Tandra Má Konráðssyni og Guðmundi Hólmari Helgasyni sem komu óvænt inn í liðið og spiluðu saman í miðri vörninni. Árangurinn á mótinu er því enn athyglisverðari fyrir þær sakir að íslenska liðið tefldi fram þessum nýjum mönnum í vörninni. Íslenska liðið náði að vinna ríkjandi heimsmeistara í tíunda skipti í sögunni eins og kemur fram hér á síðunni. Það voru liðin þrjú ár síðan íslenska liðið vann heimsmeistarana síðast en það var eftirminnilegur sigur á Frökkum í riðlakeppni ÓL í London 2012. Strákarnir okkar hafa einnig unnið Vestur-Þjóðverja, Júgóslava, Króata og Þjóðverja á meðan þessar þjóðir hafa borið titilinn heimsmeistari í handbolta. Íslensku markverðirnir áttu báðir góða leiki í sigurleikjunum tveimur. Björgvin Páll Gústavsson lokaði markinu á móti Norðmönnum og Aron Rafn Eðvarðsson varði mjög vel í seinni hálfleik á móti Frökkunum. Flottir seinni hálfleikir í báðum leikjum færðu íslenska liðinu góða sigra. Aron er ánægður með Ólaf Stefánsson, sem er kominn á fullt inn í þjálfarateymið með honum og Gunnari Magnússyni. „Það er frábært og teymið virkar frábærlega. Samvinna okkar þriggja þjálfaranna gengur mjög vel,“ sagði Aron sáttur með stöðu mála tveimur mánuðum fyrir EM.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15 Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ísland tapaði með átta marka mun, 24-32, fyrir Dönum í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi. 8. nóvember 2015 21:15
Aron: Erum að fá tvo nýja varnarmenn út úr þessu móti Það var nokkuð gott hljóð í Aroni Kristjánssyni, þjálfara íslenska handboltalandsliðsins, þegar Vísir heyrði í honum í kvöld þrátt fyrir átta marka tap á móti Dönum. 8. nóvember 2015 22:13