Innlent

Trump mótmælt í New York

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Dump Trump, segja mótmælendur.
Dump Trump, segja mótmælendur. vísir/epa
Mikill fjöldi fólks var saman kominn fyrir utan sjónvarpsstöðina NBC í gærkvöldi til að mótmæla komu Donalds Trump, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í gamanþáttinn Saturday Night Life.

Trump þykir afar umdeildur og sökuðu mótmælendur hann meðal annars um kynþáttafordóma, vegna ummæla hans um að innflytjendur frá Mexíkó væru fíkniefnainnflytjendur og kynferðisbrotamenn.

Strax í upphafi þáttarins heyrðist kallað úr salnum „Þú ert rasisti!“. Það var hins vegar þáttastjórnandinn sjálfur og grínistinn Larry David sem lét þau ummæli falla og sagði í kjölfarið „Ég frétti að ef ég myndi hrópa þetta þá fengi ég fimm þúsund dali [frá mótmælendum]“.

Trump lét þetta þó ekki á sig fá og sagðist vel „geta tekið gríni“. Ræðu hans í þættinum má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×