Umfjöllun: Ísland - Danmörk 24-32 | Strákarnir hans Guðmundar höfðu betur. Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2015 21:15 Róbert Gunnarsson í baráttunni. Vísir/EPA Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Danir unnu í kvöld átta marka sigur á Íslandi, 24-32, í úrslitaleik Gulldeildarinnar, æfingamóti sem fram fór í Noregi. Danska liðið undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar unnu alla þrjá leiki sína á mótinu á meðan íslenska liðið vann tvo leiki og tapaði einum. Leikurinn í kvöld var afar sveiflukenndur af hálfu íslenska liðsins. Danir voru miklu sterkari í upphafi og undir lok leiks en lærisveinar Guðmundar unnu fyrstu 15 og síðustu 15 mínútur leiksins 18-5. Ísland spilaði ágætlega hálftímann á milli sem liðið vann 19-14. Það dugði þó ekki til gegn gríðarlega sterku liði Dana sem er til alls líklegt á EM í Póllandi í byrjun næsta árs. Líkt og þegar liðin mættust á HM í Katar í janúar byrjuðu Danir leikinn miklu betur og eftir 10 mínútna leik var staðan 1-6, lærisveinum Guðmundar í vil. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en Danir voru sem fyrr duglegir að keyra í bakið á íslenska liðinu sem átti afar erfitt uppdráttar í sóknarleiknum. Danska vörnin var sterk og fyrir aftan hana varði Jannick Green vel. Íslenska vörnin var hins vegar götótt og fyrir vikið átti Björgvin Páll Gústavsson erfitt uppdráttar í markinu. Danir komust í 2-8 og 3-9 en þá kom frábær kafli hjá íslenska liðinu sem skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í tvö mörk, 7-9. Þrjú þessara marka komu eftir hraðaupphlaup en þau voru frábær hjá Íslandi í kvöld og skiluðu alls 10 mörkum. Guðmundi var ekki skemmt og tók leikhlé. Eftir það skoruðu Danir fimm mörk gegn einu og komust aftur sex mörkum yfir, 8-14. Michael Damgaard var öflugur á þessum kafla en íslensku varnarmennirnir réðu lítið við þennan mikla markaskorara. En íslensku strákarnir lögðu ekki árar í bát og unnu síðustu sex mínútur fyrri hálfleiks 4-1 og því munaði þremur mörkum á liðunum í hálfleik, 12-15. Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks, skoraði þrjú af fyrstu fjórum mörkum hans og minnkaði muninn í eitt mark, 15-16. Danir gáfu þá aftur í og juku muninn í þrjú mörk. Sem fyrr gafst íslenska liðið ekki upp og þegar 16 mínútur voru til leiksloka minnkaði Arnór Atlason muninn í eitt mark, 21-22. En þá skildu leiðir. Guðmundur tók leikhlé og líkt og í fyrri hálfleik hafði það góð áhrif á hans menn sem hreinlega keyrðu yfir íslensku strákana. Peter Balling Christensen kom sterkur inn í sóknina og skoraði fimm mörk á lokakaflanum og þá átti Kevin Möller frábæra innkomu í danska markið og varði átta af þeim 11 skotum sem hann fékk á sig (73%). Íslenska liðið lagði niður vopnin og Danir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Sóknarleikurinn var striður, vörnin eins og gatasigti og markverðirnir vörðu ekki neitt. Lærisveinar Guðmundar unnu síðustu 15 mínútur leiksins 10-3 og leikinn með átta mörkum, 24-32. Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Íslandi með sjö mörk en þeir Arnór Þór Gunnarsson, Róbert Gunnarsson og Rúnar Kárason komu næstir með þrjú mörk hver. Björgvin og Aron Rafn Eðvarsson vörðu samtals átta skot í íslenska markinu, þar af aðeins þrjú í seinni hálfleik. Hornamaðurinn Casper Mortensen átti frábæran leik í liði Dana og skoraði níu mörk úr 10 skotum. Balling Christensen og Damgaard komu næstir með fimm mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira