Heilbrigðispólitík og framtíðin Teitur Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Það er alveg með ólíkindum hvað við erum gjörn á að rífast hér á Íslandi um öll möguleg málefni og láta í ljós skoðanir okkar á máta sem ekki sæmir neinum í raun og veru. Við getum bölsótast yfir smáatriðum daglangt og jafnvel hlaupið á okkur í dómhörkunni og verið búin að setja það niður á blað eða blogg sem aldrei gleymist á internetinu okkur til ævarandi skammar. Ætli megi ekki kalla okkur að einhverju leyti besserwissera og þá líka að við mögulega tjáum okkur oft án þess að hafa nægjanlega þekkingu á málum heldur meira af tilfinningum og blóðhita, þó kalt sé úti. Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi. Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar. Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum. Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.Fjölbreyttari nálgun Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni. Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það er alveg með ólíkindum hvað við erum gjörn á að rífast hér á Íslandi um öll möguleg málefni og láta í ljós skoðanir okkar á máta sem ekki sæmir neinum í raun og veru. Við getum bölsótast yfir smáatriðum daglangt og jafnvel hlaupið á okkur í dómhörkunni og verið búin að setja það niður á blað eða blogg sem aldrei gleymist á internetinu okkur til ævarandi skammar. Ætli megi ekki kalla okkur að einhverju leyti besserwissera og þá líka að við mögulega tjáum okkur oft án þess að hafa nægjanlega þekkingu á málum heldur meira af tilfinningum og blóðhita, þó kalt sé úti. Þessi lýsing á eflaust við marga og við þekkjum sennilega öll einhverja sem berja sér á brjóst og segjast hafa lausnirnar, en hinir kjánarnir bara hlusta ekki. Að einhverju leyti er þessu svona farið varðandi byggingu nýs háskólasjúkrahúss sem allir eru sammála um að þurfi að rísa, miklar deilur standa hins vegar um hvar, hvernig og hvenær. Ekki ætla ég að leggja sérstaklega orð í þann belg nema að hvetja ráðamenn til að koma húsinu upp sem fyrst og á sem hagkvæmastan hátt og auðvitað með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Við þurfum öflugt sjúkrahús, um það er ekki deilt og sýnir áhuginn kannski öðru fremur hversu mikið það brennur á þjóðinni að vel sé hlúð að þeim sem þurfa öflugustu og flóknustu þjónustuna.Grunnstoðir heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og ég skil vel þá umræðu, er mér með öllu fyrirmunað að skilja að ekki skuli vera meira rætt um grunnstoðir heilbrigðisþjónustunnar og ástand hennar. Þegar rýnt er í fréttatíma og umfjöllun um krísur og vandamál er sjónum oft beint að Landspítalanum og vanda hans. Hann er ærinn og ég reyndar dáist að stjórnendum og starfsmönnum þar í þeim ólgusjó sem þeir hafa verið í undanfarin ár og hafa þrátt fyrir allt skilað mjög góðu starfi. Töluverð umræða er um heilsugæsluna og ástand hennar, landsbyggðarþjónustu, öldrunar- og endurhæfingarþjónustu, heimahjúkrun og þá nærþjónustu sem flestir eru sammála um að skipti öllu máli þegar horft er til eftirlits og þjónustu við langveika, forvarnir og fyrsta viðkomustað sjúklinga í nútíma heilbrigðiskerfi. En einhvern veginn þykir mér halla á þennan þátt í umræðunni og hann fái minna vægi en tækjaskortur og mannekla annars staðar. Auðvitað spilar mjög inn í þessa umræðu pólitík og baráttan um féð sem er til skiptanna hverju sinni, en það má ekki missa sjónar á framtíðinni og í hvaða átt við viljum stefna. Meginvandi frumþjónustu verður mönnun og vekur því athygli þegar horft er til ályktana og landsfunda stjórnmálaflokka á þessu ári að eingöngu Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Framsókn álykta í þeim efnum og koma með einhvers konar tillögur á meðan Píratar og Vinstri grænir skila auðu, reyndar ber svo við að Píratar birta enga sértæka stefnu í heilbrigðismálum sem er áhugavert í ljósi þess að þeir hafa verið stærsti stjórnmálaflokkurinn upp á síðkastið í könnunum og þessi mál brenna á landsmönnum. Nýleg ályktun á landsfundi Sjálfstæðisflokks um að viðurkenna og vinna að sérfræðimenntun hjúkrunarfræðinga til að sinna fyrsta stigs þjónustu vakti verðskuldaða athygli. Það er mjög góð hugmynd og líkleg til að nýtast heilbrigðiskerfinu vel auk ýmissa annarra þátta sem fram koma eins og fjölbreytt rekstrarform og möguleikar í breyttri heilsugæslu.Fjölbreyttari nálgun Mikilvægt verður að huga að uppbyggingu öldrunarþjónustu og að mínu viti þyrfti að afnema tengingu ríkis og sveitarfélaga við ákvörðun slíkra heimila og notast frekar við þarfagreiningu og að sveitarfélögum sé frjálsara að koma henni á en verið hefur, óþarfa tafir eru á uppbyggingu vegna núverandi fyrirkomulags sem hamlar frekar en að styðja við betri þjónustu og lamar aðra hluta heilbrigðisþjónustunnar líkt og Landspítala. Stórátak þarf í heimahjúkrun og að efla möguleika fólks til búsetu heima fyrir og þróa einhvers konar heilsugæslusjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu sem myndi létta verulega á í kerfinu í heild sinni. Af mörgu er að taka en að lokum vil ég minnast á það sem stendur mér næst sem er að forvarnir og efling lýðheilsu með fjölbreyttari nálgun en nú er gert muni skila miklum árangri bæði til að bæta líðan og draga úr kostnaði. Við getum ekki haldið áfram eins og við gerum í dag, við erum úti horni eins og er og þurfum að horfa út fyrir boxið til að komast þaðan. Róttækra aðgerða er þörf ef við eigum að ná árangri.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun