Smíðar hraðbáta fyrir ríkasta fólk í heimi Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 07:00 Gunnar Víkingur hefur búið í Ástralíu frá 15 ára aldri. vísir/ernir Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“ Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Gunnar Þór Gunnarsson, eða Gunnar Víkingur, hefur síðustu þrjátíu árin smíðað hraðbáta fyrir ríkustu fjölskyldur heims. Gunnar fluttist til Perth í Ástralíu fimmtán ára gamall árið 1969 og hóf að nema bátasmíði ári síðar. Árið 1982 stofnaði hann skipasmíðastöðina Vikal Internation sem sérhæfir sig í smíði hraðbáta. „Við seljum til þrjú til fjögur hundruð ríkustu fjölskyldna í heimi, við vinnum bara innan þeirra marka,“ segir Gunnar. „Við höfum gert ýmislegt til að komast í þessa stöðu, og við byrjuðum ekki að selja inn á þennan markað fyrr en tíu árum eftir stofnun.“ Vikal International sérhæfir sig í lúxushraðbátum fyrir stórar snekkjur. „Snekkjur á stærð við stærstu togara Íslands bera um borð smábáta og við smíðum þá. Þetta eru eins konar ferjur fyrir eigendurna og gesti þeirra, og í raun leikföng líka. Það eru alltaf sérþarfir fyrir hvern bát,“ segir Gunnar og áréttar að um hágæðaframleiðslu sé að ræða. „Sumir af þessum bátum eru í rauninni bara eins og stórir skartgripir. Fólkið sem kaupir þessa báta er fólk sem er búið að kaupa allt annað. Þetta er eiginlega það síðasta sem þú þarft að eiga. Þú kaupir ekki svona bát fyrr en þú ert búinn að panta skipið, og átt nú þegar nokkur hús, þyrlu og flugvél og allt annað sem þér dettur í hug.“Hraðbátarnir eru vinsælir meðal snekkjueigenda. Mynd/Vikal InternationalGunnar rekur starfsemina ásamt syni sínum. Þeir smíða að jafnaði þrjá báta á ári og hafa smíðað fimmtíu og fimm báta frá því að fyrirtækið var stofnað. „Það er ekki hægt að smíða marga báta á ári og það eru ekki pantaðir nema fáir svo þetta gengur alveg upp.“ Gunnar segir söluna vera mjög sveiflukennda og velta mikið á efnahagsástandi heimsins. Hann segir að efnahagshrunið hafi haft áhrif. En nú sé þetta komið á fleygiferð aftur. Fyrirtækið hefur stækkað frá stofnun en Gunnar segist aldrei hafa haft mikinn áhuga á útrás. „Þetta er rosalega takmarkaður markaður og við erum ekki í því að stækka eins mikið og hægt er. Hann sonur minn stækkar fyrirtækið kannski í framtíðinni, það er undir honum komið.“ Gunnar á sjálfur einn bát en segist ekki hafa sérlega mikinn áhuga á honum. „Ef maður hefur unnið við bátasmíði sex daga vikunnar mestalla ævina þá vill maður ekki eyða sjöunda deginum við það að leika sér um borð í bát.“
Fréttir af flugi Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira