Handbolti

ÍBV úr leik í EHF-bikarnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, og stöllur hennar eru dottnar út úr EHF-bikarnum.
Hrafnhildur Skúladóttir, þjálfari ÍBV, og stöllur hennar eru dottnar út úr EHF-bikarnum. vísir/ernir
ÍBV er dottið út úr EHF-bikarnum eftir tvö töp gegn Knjaz Milos, en ÍBV tapaði síðari leiknum í dag með þremur mörkum, 31-28. Báðir leikirnir voru leiknir ytra.

Staðan var jöfn í hálfleik 15-15 og hélst nokkuð jöfn, en þegar líða fór á hálfleikinn sigu heimastúlkur í Knjaz fram úr og unnu að lokum þriggja marka sigur 31-28.

Leikurinn í gær fór 30-28 og því samanlag 61-56, Serbunum í vil. ÍBV er þó úr leik þetta árið. Hér heima er ÍBV á toppnum með 20 stig.

Fram er enn inni í keppninni. Þær eiga síðari leikinn eftir gegn rúmenska liðinu H. C. M. Roman, en síðari leikurinn fer fram í Safamýrinni um næstu helgi. Farm er undir 29-25 í einvíginu.


Tengdar fréttir

Naumt tap ÍBV í fyrri leiknum í Serbíu

ÍBV tapaði fyrri leiknum gegn Knjaz Milos, 30-28, í EHF-bikarnum í handbolta, en staðan var 17-15, heimastúlkum í vil, í hálfleik. Leikið var í Serbíu, en báðir leikirnar fara fram ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×