Örlög Rússa ráðast í dag: Kenna gömlu stjórninni um „óregluna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. nóvember 2015 08:00 Anna Chicherova fagnar sigri í hástökki á ÓL 2012. vísir/getty Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Rússneska frjálsíþróttasambandið fær að vita í dag hvort keppendur þess fái að mæta á Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Í rannsóknarskýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar kom í ljós að Rússar hafa stundað kerfisbundna lyfjamisnotkun um árabil og eru sagðir hafa eyðilagt Ólympíuleikana í Lundúnum árið 2012.Sjá einnig:Stöðug endurnýjun Rússa grunsamleg Rússneska frjálsíþróttasambandið og lyfjaeftirlitið í Rússlandi sagt hafa um árabil dælt árangursbætandi efnum í íþróttamenn sína og hylmt svo yfir glæpina í samvinnu með æðstu mönnum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Sumir þeirra voru handteknir í síðustu viku. Rússar eru búnir að skrifa Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu, IAAF, bréf þar sem þeir kenna gömlu stjórninni um það sem gerst hefur. „Við erum sammála ákveðnum atriðum í skýrslu Alþjóðalyfjaeftirlitsins,“ segir Vadim Zelichenok, starfandi framkvæmdastjóri rússneska frjálsíþróttasambandsins, í viðtali við TASS-fréttastofuna.Sjá einnig:Allt um dóphneykslið í Rússlandi á 60 sekúndum Hljóðið hefur heldur betur breyst í Rússunum frá því skýrslan kom út, en talsmaður Kremlínar byrjaði á því á þriðjudaginn að vísa öllum ásökunum um lyfjamisnotkun til föðurhúsanna. Vladímír Pútín tjáði sig svo í fyrsta sinn um skýrsluna í fyrrakvöld og sagðist þá ætla að rannsaka skandalinn og sagði íþróttamálaráðherra sínum að ganga til verks í því. Sá hinn sami vísaði einnig öllum ásökunum á bug á miðvikudaginn.Sjá einnig:Rússar rændu mig minni stærstu stund „Við erum búnir að útskýra að óreglan gerðist undir forystu gömlu stjórnar rússneska frjálsíþróttsambandsins. Þetta gerðist fyrir þó nokkuð mörgum árum,“ segir Vadim Zelichenok. Vitaly Mutko, íþróttamálaráðherra Rússlands, segir að Rússar muni ekki sniðganga Ólympíuleikana á næsta ári fái frjálsíþróttamenn þeirra ekki að vera með.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira