Handbolti

Guðjón Valur: Þurfum að fara í verkfall svo hlustað verði á okkur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hefur lengi talað um leikjaálagið.
Guðjón Valur Sigurðsson hefur lengi talað um leikjaálagið. vísir/ernir
Leikjaálag á handboltamönnum hefur lengi verið vandamál. Bestu leikmenn heims spila í stærstu deildum Evrópu, eru Meistaradeildinni og taka þátt í stórmóti á hverju ári.

Álagið hefur bara aukist því búið er að stækka Meistaradeildina. Þar eru nú spilaðir fleiri leikir og ferðalögin þar af leiðandi fleiri og lengri.

Danski sjónvarpsþátturinn Kontra var með þetta mál til umfjöllunar í gærkvöldi þar sem rætt var við suma af bestu handboltamönnum heims.

Einn þeirra er Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði Íslands, sem hefur lengi talað um að álagið sé of mikið og eitthvað þurfi að gera.

Í viðtali við TV2 segir hann leikmennina þurfa að standa saman og grípa til róttækra aðgerða eigi handboltaforustan í heiminum að gera eitthvað í málinu.

„Við þurfum ríða á vaðið. 20-30 vinsælustu leikmenn heims þurfa að standa saman, fara í verkfall og segjast ekki spila á næsta stórmóti. Það er, að mínu mati, eina leiðin til að fá þá til að hlusta á okkur,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson.

Guðjón Valur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi í janúar en hann hefur spilað á stórmóti í byrjun nánast hvers einasta árs undanfarin fimmtán ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×