Fyrrum NFL-stjarna vill komast til Ríó sem þrístökkvari | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 22:45 David Wilson. Vísir/Getty David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m. NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m.
NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira