Stöð 2 á COP21: „Það verður hart samið“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. desember 2015 20:30 Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið. Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Í rúmlega tvo áratugi hafa þjóðirnar tekist á um hvernig skuli draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stemma stigu við hnattrænni hlýnun. Á meðan hafa áhrif loftslagsbreytinga stigmagnast. Öfgar í veðráttu magnast, jöklar hopa og íshellur bráðna, sjávarstaða hækkar. Á þessum 20 árum losaði maðurinn meira af gróðurhúsalofttegundum en hann hafði gert yfir hundrað ára tímabil. Raunveruleg ógn loftslagsbreytinga hefur hreyft við þjóðarleiðtogum heimsins. Í París eru vísindin ekki til umræðu, heldur hvað þarf að gera til að vernda samfélag mannanna. Hundrað og áttatíu þjóðir hafa skoðun á því og hafa lagt fram sínar tillögur og markmið í baráttunni gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Mikill þröskuldur var yfirstiginn í síðustu viku þegar hin formlega samninganefnd, sem starfað hefur í fjögur ár, birti drög nýs loftslagssamnings sem byggð eru á þessum tillögum. Þegar slík drög voru kynnt á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn árið 2009 voru þau um 300 blaðsíður. Parísardrögin eru tæpar 50 blaðsíður, sem þó eru yfirfullar af hornklofum, sem í einföldu máli þýða átakamál. Hugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands.Vísir/UNFCCCHugi Ólafsson, formaður samninganefndar Íslands, er minnugur átakanna í Kaupmannahöfn, en er sem fyrr vongóður um niðurstöðuna í París. „Maður skynjar andann að menn telja sig ekki geta komist upp með að það að ná ekki samkomulagi hérna,“ segir Hugi. „Það eru miklir hagsmunir í húfi og í raun er þetta pólitísk grettistak sem þarf að lyfta, menn þurfa að slá af kröfum á síðustu stundu. Það verður hart samið.“ Hugi segir áherslur Íslands vera að ná sterku samkomulagi með umgjörð um markmiðin svo þau verði enn öflugri með tímanum. Það er lykilatriði, enda eru samanlögð áhrif landsframlaganna fjarri því að tryggja komandi kynslóðum öruggt skjól.Eiffel turninn í París.Vísir/Kjartan Hreinn„Það sem skiptir svo miklu máli er að þetta er hnattrænt vandamál og það þarf hnattræna nálgun. Þess vegna skiptir það grundvallar máli að það sé alþjóðlegur samningur og skilningur á því að öll ríki þurfa að setja sér markmið og við þurfum sameiginlegt kerfi til að geta rýnt þessi markmið og ýtt á aukin metnað,“ segir Hugi. „En hinn raunverulegi árangur fer fram hjá einstökum ríkjum. Þar koma að atvinnulífið, félagasamtök, almenningur, borgir og annað. En með þetta í veganesti þá fá þessir aðilar skýr skilaboð.“ Ráðstefnusvæðið í París er risavaxið og verður næstu daga heimili fjörutíu þúsund ráðherra, samningamanna, umhverfisverndarsinna og blaðamanna. En það má í raun segja að loftslagsæði hafa gripið um sig um alla borgina. Það eru ekki bara samningamenn eins og Hugi sem eru fullir af orku fyrir viku samningagerða. Sjálf Parísarborg iðar af endurnýjanlegri orku og það má segja að heimsbyggðin hvetji samningamenn áfram í gegnum Eiffel-turninn. Hver færsla á Facebook og hvert tíst á Twitter ratar á hlið turnsins og um leið magnast geislarnir á toppi turnsins. Svo þjóðirnar sjái nú ljósið.
Loftslagsmál Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira