Þar sem eru breytingar þar eru tækifæri Almar Guðmundsson skrifar 8. desember 2015 07:00 Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Loftslagsmál Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Miklar væntingar eru gerðar til loftslagsráðstefnunnar COP21 í París. Þar verður þess freistað að ná samkomulagi um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Þegar markmiðin hafa verið sett þarf að setja af stað vinnu til að ná þeim. Það verður ekki gert án aðkomu fyrirtækja. Þau leggja til tæknilausnir sem breyta framleiðsluferlum og koma með nýjar vistvænni lausnir. Það er mikilvægt að samkomulag náist í París. Skýr umgjörð um málaflokkinn eykur líkur á að fyrirtæki leggi í þá vegferð að fjárfesta í loftslagsvænni tækni. Í sóknaráætlun um loftslagsmál leggja stjórnvöld áherslu á sjávarútveg og samgöngur. Fjölmörg íslensk iðnfyrirtæki bjóða lausnir sem minnka orkunotkun í sjávarútvegi með betri tækjabúnaði, orkustýringu og bættri nýtingu hráefnis. Einnig framleiða íslensk fyrirtæki eldsneyti fyrir samgöngur og skip. Heimurinn kallar eftir tæknilausnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda og við getum gripið tækifærið. Þannig stuðlum við að minni losun, ekki bara heima fyrir heldur einnig á alþjóðavettvangi. Stuðningur stjórnvalda styrkir uppbyggingu á sterkri atvinnugrein, grænni tækni. Samtök iðnaðarins fagna því áherslu stjórnvalda á þessu sviði. Stóriðja er sá einstaki geiri sem losar mest hérlendis. Losun gróðurhúsalofttegunda frá stóriðju fellur undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með loftslagsheimildir. Þannig sitja fyrirtækin við sama borð og önnur stórfyrirtæki í Evrópu og lúta þeim ströngu reglum sem þar gilda um vöktun losunar og kaup og sölu á losunarheimildum. Stóriðjan hefur náð gríðarlega góðum árangri og losun á hvert tonn af áli sem er framleitt hefur minnkað um rúm 70% frá árinu 1990, sem er viðmiðunarár Kyoto-samkomulagsins. Heildarlosunin hefur samt aukist talsvert samhliða aukinni framleiðslu. Orkunotkun á hvert unnið tonn af áli hefur hins vegar minnkað. Fyrirtækin leggja metnað í að ná eins góðum árangri og hægt er enda ná íslensku álfyrirtækin einna besta árangri sem þekkist í heiminum. Atvinnulífið er stór hluti vandans því þar er stór uppspretta gróðurhúsalofttegunda. En gleymum því ekki að atvinnulífið er hreyfiafl sem getur komið með lausnirnar. Þar sem eru breytingar, þar eru tækifæri.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun