Peningana eða lífið Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar 1. desember 2015 07:00 Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Hvers konar heilbrigðiskerfi er það sem hættir að gefa sjúku fólki lyfið sem það þarf, daginn eftir að áætlaður lyfjakvóti – eða öllu heldur sjúklingakvóti – hefur verið uppfylltur? Hvernig líður þeim sem tekið hefur slíka ákvörðun? Að ekki sé minnst á þá sem þurfa að útskýra fyrir sjúklingi, kannski ungum krabbameinssjúklingi, að hann fái ekki nauðsynlegt lyf af því hann hafi orðið „of seinn“? Hann hafi nefnilega greinst eftir að „kvóti ársins“ var uppfylltur, til dæmis eftir 15. apríl á þessu ári. Þetta er engu að síður veruleikinn á Íslandi, eftir að tekinn var upp sá háttur að binda greiðsluþátttökuheimild frá lyfjagreiðslunefnd fyrir tiltekin lyf við ákveðinn fjölda sjúklinga. Áður en þessi tilhögun var tekin upp var miðað við að sjúklingur með staðfestan sjúkdóm sem upfyllti ákveðin læknisfræðileg skilyrði fékk lyfið sem hann þurfti óháð því hversu margir aðrir sjúklingar voru að taka það. Afleiðingin af breytingunni er hins vegar sú, að daginn eftir að „kvótinn“ er uppfylltur, getur nýr sjúklingur ekki fengið besta fáanlega lyfið við sínum veikindum. Þannig er staðan í dag, séu læknar að fara eftir þeim reglum sem heilbrigðisráðuneytið setur, sem maður skyldi ætla. Strax í apríl síðastliðnum var heilbrigðisráðherra gerð grein fyrir því, með bréfi frá formanni lyfjanefndar LSH (dags. 15. apríl 2015), að þá þegar væru fullnýttar allar heimildir fyrir krabbameinslyfin Jevtana og Kadcyla, gigtarlyfið Benlysta og augnlyfin Ozurdex og Eylea, og að nýir sjúklingar sem þyrftu á lyfjunum að halda fengju þau ekki lengur. Bréf lyfjanefndar er grafalvarlegur vitnisburður um hve þungbært það er fyrir lækna að fara eftir þessum reglum. Þar er bent á að það misrétti sem felst í því að setja kvóta á fjölda sjúklinga sé óásættanlegt, auk þess setji það lækna „í þá erfiðu stöðu að útskýra fyrir sjúklingi sínum að nauðsynlegt lyf standi honum ekki til boða vegna þess að ákveðnum fjölda sjúklinga hafi þegar verið náð“. Er því næst skorað á ráðherra að afnema fjöldatakmörkun sjúklinga varðandi ákveðin lyf hið fyrsta. Bréf ráðherra ömurleg lesning Svar Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra við þessu ákalli (dags. 21. apríl 2015) er ömurleg lesning. Ráðherrann vísar til fjárheimilda sem ákveðnar séu af Alþingi á fjárlögum hvers árs og þess vegna sé „nauðsynlegt að forgangsraða“ og „gæta aðhalds“. Í 1. gr. laga um heilbrigðisþjónustu (40/2007) er kveðið á um rétt fólks til þess að njóta „fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði“. Réttur fólks að þessu leyti byggir á 76. gr. stjórnarskrárinnar og birtist einnig í félagsmálasáttmála Evrópu og alþjóðasamningi um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi sem Ísland er aðili að. Það er þess vegna snautleg afgreiðsla – en segir auðvitað sína sögu – að heilbrigðisráðherra skuli vísa til fjárlaga, en ekki heilbrigðislaga, þegar málið snýst um rétt fólks til lífs og lækninga. Hvers konar samfélag er það sem virðir ekki sín eigin grunngildi, sína eigin löggjöf og stjórnarskrá, gagnvart veikum samborgurum sínum? Hvers konar stjórnvöld eru það sem setja fjárveitingar ofar réttinum til lífs og lækninga? Það er auðvitað með öllu óásættanlegt að læknum sé gert að neita sjúklingum sem standa frammi fyrir hættulegum sjúkdómum um þá lyfjagjöf sem væri þeim fyrir bestu vegna þess að of margir hafi fengið lyfið á undan viðkomandi. Einn af hornsteinum siðaðra samfélaga er heilbrigðiskerfið og sú samfélagssátt sem aldrei fyrr hefur verið rofin á Íslandi að hlúð skuli að veiku fólki án þess að því sé mismunað. Með öðrum orðum: Það er forgangsmál að heilbrigði og heilsa séu í fyrirrúmi, og að sá réttur gangi ofar fjárlögum. Líf er líf.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun