Óttaðist í smástund um EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. desember 2015 06:00 Arnór Þór vonast til að ná EM í janúar. vísir/ernir Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010. EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla í öxl sem hann varð fyrir í leik liðs síns, Bergischer í Þýskalandi fyrr í þessum mánuði. Hann segist þó vongóður um að vera kominn aftur á fullt strax eftir jól. Arnór Þór hefur spilað á síðustu tveimur heimsmeistarakeppnum og var kallaður inn í íslenska landsliðið fyrir milliriðlakeppnina á EM í Danmörku í fyrra. Hann stefnir enn að því að vera í hópnum sem heldur á Evrópumeistaramótið í Póllandi í næsta mánuði. „Ég fékk slink á öxlina og það komu í ljós skemmdir á sin, auk þess sem það blæddi inn á hana,“ sagði Arnór en hann meiddist í leik Bergischer gegn Gummersbach. Hann hefur verið með öxlina í fatla og verður áfram næstu vikuna. „Svo má ég aðeins byrja að hreyfa öxlina og sjá hvernig það kemur út. Læknirinn gerir ráð fyrir því að eftir það verði ég um tvær vikur að ná fyrri styrk og að bataferlið taki alls fjórar vikur.“Vill ná stórleiknum gegn Kiel Bergischer leikur gegn Þýskalandsmeisturum Kiel í hinni stórglæsilegu Kölnarena, þar sem úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu fer fram ár hvert, þann 27. desember. Þá verða rúmar þrjár vikur liðnar frá því að Arnór meiddist. „Ég stefni á að ná þeim leik. Það er markmiðið mitt eins og er,“ segir Arnór sem viðurkennir að það hafi farið um hann þegar hann sá að meiðslin voru ekki smávægileg. „Auðvitað var ég smeykur um að þetta gæti teygt sig inn í janúar,“ segir Arnór en EM í Póllandi hefst 15. janúar. „Ég lét Aron [Kristjánsson landsliðsþjálfara] strax vita af meiðslunum en ég stefni óhikað að því að hefja æfingar með landsliðinu þegar það kemur saman 2. janúar. Ég bind miklar vonir við það.“ Hann segir að endurhæfingin gangi ágætlega en hann mun láta reyna meira á öxlina á mánudag. „Þangað til hef ég gert það sem ég má gera og haldið mér þannig í fínu standi,“ segir hornamaðurinn sem hefur aldrei áður glímt við meiðsli í öxl fyrr en nú.Mikilvægur bikarleikur í kvöld Bergischer vann um helgina dramatískan sigur á Lemgo, 31-30, þar sem sigurmarkið var skorað á lokasekúndu leiksins, aðeins örfáum sekúndum eftir að Lemgo hafði jafnað metin. Það var fyrsti sigur Bergischer síðan um miðjan september en liðið er aðeins einu stigi frá fallsæti. „Þetta var erfitt um tíma enda töpuðum við alls ellefu leikjum í röð. Stemningin var því eðlilega ekki góð en það lyftist brúnin á öllum eftir sigurinn um helgina. Á morgun [í dag] er svo mikilvægur leikur við [B-deildarlið] Minden um sæti í Final Four í bikarnum. Það væri gríðarlega mikil lyftistöng fyrir okkur að komast þangað,“ segir Arnór sem hefur spilað með Bergischer síðan 2012 og í Þýskalandi síðan 2010.
EM 2016 karla í handbolta Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira