Fá 45 MW úr þrettán 149 metra vindmyllum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Fyrirhugaður vindmyllugarður fyrirtækisins Biokraft í Austurbæjarmýri norðan Þykkvabæjar mun geta framleitt allt að 45 MW af raforku. Þetta kemur fram í tillögu að matsáætlun. Biokraft, sem stofnað var 2012, gangsetti í júlí í fyrra tvær vindmyllur í Þykkvabæ í tilraunaskyni. Þær myllur hafa samtals 1,2 MW framleiðslugetu. Nýting þeirra þykir hafa verið mjög góð, skilað 42 prósentum af fræðilegri hámarksgetu miðað við 24 prósent sem tíðkast á landi og er jafnvel hærri en á sjó þar sem afkastagetan er venjulega 41 prósent. Rafmagnið er selt til Orkuveitu Reykjavíkur. Áætlað er að bæta við þrettán myllum á um 380 hektara svæði sem nefnt er Djúpárvirkjun. „Svæðið er á milli svokallaðs Dammskurðar í suðri og Safamýrar í norðri og liggur á milli Þjórsár og Markarfljóts í nálægð við sjóinn,“ segir í tillögu að matsáætlun sem Björney umhverfisráðgjöf gerði. Landið er óskipt sameign Austurbæja í Þykkvabæ auk Hábæjar 1-2 og Jaðars. Reisa á þrettán vindmyllur í nálægð við núverandi vindmyllur. Mastur hverrar myllu yrði allt að 92,5 metra hátt, þvermál snúningsflatar um 113 metrar og spaðarnir ná upp í 149 metra í hæstu stöðu. Gert er ráð fyrir allt að 45 MW uppsettu afli í fyrirhugaðri virkjun Biokraft. Til samanburðar er Írafossvirkjun í Soginu 48 MW, Kröfluvirkjun 60 MW og Blönduvirkjun 150 MW. Þar sem aflið nær því að vera 10 MW eða meira þarf framkvæmdin öll að fara í umhverfismat. „Víða erlendis þekkist það að vindmyllugarðar séu nálægt mannabyggð, en þetta er í fyrsta sinn sem þessi möguleiki verður skoðaður á Íslandi,“ segir í tillögunni. „Langt er í fjöll og annað sem getur skapað skjól eða orsakað sviptivinda. Að fenginni reynslu vegna fyrri vindmylla er útséð að veðurskilyrði eru góð og vindur frekar jafn yfir árið.“ Sem fyrr segir þarf umhverfismat áður en af framkvæmdum getur orðið. Fram kemur í matstillögunni að farið hafi verið um svæðið þar sem núverandi vindmyllur standa um tvisvar á dag og landeigandi haft eftirlit með umhverfinu. „Ein vængbrotin veiðibjalla fannst 14. maí 2015 og er ekki vitað hvort hún hafi flogið á spaða eða ekki,“ segir í tillögunni um áhrif á dýralíf. „Samkvæmt bændum á svæðinu virðist staðsetning myllanna ekki hafa áhrif á ágengi gæsa og álfta í nærliggjandi tún og kartöflugarða.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira