Handbolti

Lindberg farinn að líta í kringum sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lindberg í leik með Hamburg.
Lindberg í leik með Hamburg. vísir/getty
Svo gæti farið að danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg verði kominn í nýtt félag eftir EM í janúar.

Hann spilar með Hamburg sem er eina ferðina enn í fjárhagskröggum. Þar sem félagið getur ekki staðið við launagreiðslur er þeim frjálst að fara sem geta.

Adrian Pfahl hefur þegar nýtt sér það og er búinn að semja við Göppingen.

Lindberg er búinn að spila með Hamburg síðan 2007 en segir að staðan sem sé uppi hjá félaginu núna sé ólíðandi.

„Við vitum ekki hvað gerist hjá félaginu og þess vegna er umboðsmaður minn byrjaður að hlera önnur félög,“ sagði Lindberg sem ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sér nýtt félag enda með betri hornamönnum heims.

Markvörðurinn Johannes Bitter hvatti leikmenn liðsins til þess að standa saman og klára leiktíðina. Það kæmi svo í ljós í sumar hvort það yrði hægt að halda áfram að reka félagið á sama hátt og undanfarin ár.

Ekki ætla allir að verða við því og lítið nema svartnætti virðist bíða félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×