Netflix greiddi alla skatta í Lúxemborg Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. desember 2015 07:00 Stærsti viðskiptamannahópur Netflix er í Bretlandi og Bandaríkjunum. Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna. Netflix Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Netflix greiddi enga fyrirtækjaskatta í Bretlandi á síðasta ári, þrátt fyrir að áskrifendur í landinu séu 4,5 milljónir. Þetta kemur fram á vef Guardian. Fyrirtækið rukkar hvern áskrifanda að lágmarki um 5,99 (um 120 krónur) fyrir áskriftina að þjónustunni. Sunday Times telur að tekjur Netflix í Bretlandi hafi numið 200 milljónum punda (39 milljörðum króna) í Bretlandi á síðasta ári. Engar tekjur voru hins vegar bókfærðar í Bretlandi. Þetta er þó ekki talið brot á skattalögum. Nýjustu tölur fyrir Netflix International BV, sem staðsett var í Lúxemborg allt þar til í lok síðasta árs (en nú í Amsterdam), sýna að tekjurnar nema 415 milljónum punda (80 milljörðum króna) og hagnaðurinn er 11,3 milljónir (2 milljarðar króna). Stærstur hluti tekna er talinn koma frá breskum viðskiptavinum. Greiddur tekjuskattur í Lúxemborg var 573.396 pund (110 miljónir króna). Forsvarsmenn Netflix segja að fyrirtækið sé að stækka og tapi á alþjóðlegri starfsemi. Talsmaður segir að breskt dótturfélag Netflix sé með 12 starfsmenn í vinnu og muni greiða fyrirtækjaskatta á þessu ári. Reglum sé fylgt í hvívetna.
Netflix Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira