Handbolti

Aron valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins.
Guðjón Valur Sigurðsson er fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Ernir
Aron Kristjánsson, þjálfari karlalandsliðsins í handbolta, valdi tvo æfingahópa fyrir Evrópumótið í handbolta sem fer fram í Póllandi í janúar.

Æfingahópurinn fyrir EM kemur saman 29. desember en hann skipa 21 leikmaður og þrír af þeim eru markmenn.

Fram kom á blaðamannfundi Arons í dag að hann velur einnig b-lið sem mun hefja æfinga á milli jóla og nýárs. Í b-liðinu er meðal annars markvörðurinn Stephen Nielsen sem fékk íslenskt ríkisfang á dögunum.

Aron Kristjánsson sagðist fagna Nielsen en að hann þyrfti að sanna sig og slá út þá markverði sem eru fyrir í liðinu.

Aron valdi þessa tvo hópa með það markmið að auka breiddina í íslenska landsliðinu og efla undirbúning íslenska liðsins fyrir komandi Evrópumót í Póllandi.

Íslenska landsliðið spilar tvo landsleiki við Portúgal 6. og 7. janúar en lykilmenn verða hvíldir í seinni leiknum.

Landsliðið fer síðan 8. janúar til Þýskalands og leikur tvo leiki við heimamenn 9. og 10. janúar. Liðið æfir síðan í Þýskalandi til 13. janúar þegar hópurinn færir sig yfir til Póllands.

EM-æfingahópur Arons Kristjánssonar:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Hreiðar Leví Guðmundsson, Akureyri

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Rafael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Elísson, Fuchse Berlin

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Árni Ólafsson, Mors-Thy

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Kári Kristján Kristjánsson, IBV

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen

Tandri Már Konráðsson, Ricoh

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS



Æfingahópurinn sem byrjar að æfa milli jóla og nýárs:

Markmenn

Kristófer Fannar Guðmundsson, Fram

Stephen Nielsen, ÍBV

Aðrir leikmenn:

Adam Haukur Baumruk, Haukum

Arnar Freyr Arnarsson, Fram

Árni Bragi Eyjólfsson, Aftureldingu

Árni Steinn Steinþórsson, Sonderjyske

Böðvar Páll Ásgeirsson, Aftureldingu

Einar Rafn Eiðsson, FH

Geir Guðmundssin, Val

Heimir Óli Heimisson, Haukum

Janus Daði Smárason, Haukum

Pétur Júníusson, Aftureldingu

Róbert Aron Hostert, Mors-Thy

Sigurbergur Sveinsson, Tvis Holstebro




Fleiri fréttir

Sjá meira


×