Nýsköpun á nýju ári Almar Guðmundsson skrifar 7. janúar 2015 07:00 Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Allar þjóðir eiga gríðarlega mikið undir nýsköpun. Í henni felst aukin framleiðni bæði vinnuafls og fjármagns. Aukin framleiðni er undirstaða sjálfbærrar hagvaxtarþróunar, þar sem vöxtur getur orðið meiri og stöðugri en ella. Það er eftirsóknarvert fyrir allar þjóðir að skapa slíkt umhverfi. Fyrir okkur á Íslandi er þetta í raun enn mikilvægara, enda er hagkerfið lítið og áskorunin að ná stærðarhagkvæmni því meiri en víðast annars staðar. Viðskiptaumhverfi á Íslandi þarf að ýta undir frumkvöðlastarf og nýsköpun. Margt hefur áunnist en það bíða okkar líka áskoranir á nýju ári. Stjórnvöld hvetja til nýsköpunar Það er fagnaðarefni að stjórnvöld hafa stigið nokkur markviss skref á sviði nýsköpunar og frumkvöðlastarfs í samstarfi við atvinnulífið. Má þar nefna stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs til ársins 2016 þar sem til stendur að stórefla Tækniþróunarsjóð og aðra samkeppnissjóði á sviði rannsókna og nýsköpunar. Einnig er jákvætt að stjórnvöld ákváðu að halda áfram á þeirri vegferð að veita fyrirtækjum skattaafslátt vegna útgjalda til rannsókna og þróunar. Þá hefur orðið vitundarvakning á mikilvægi raungreina- og tæknimenntunar sem þegar hefur skilað árangri í auknum fjölda og gæðum útskrifaðra nemenda í þeim greinum. „Gjaldeyrisheft“ nýsköpun Eitt af einkennum nýsköpunarstarfsemi er að hún kallar fram nokkuð grimma samkeppni milli þjóða um fjármagn og frumkvöðla. Ýmsar þjóðir hafa mjög skýra stefnu í þessum efnum og vinna markvisst að því að laða til sín fyrirtæki sem hafa burði til að vaxa hratt. Að mati okkar hjá SI er of lítið talað um íslenskan veruleika í þessu samhengi. Við höfum búið við gjaldeyrishöft svo árum skiptir. Einn angi þeirra er að skilvirkni hefðbundins flæðis gjaldeyris tapast. Stóru fyrirtækin okkar fá vissulega undanþágur frá höftunum hvað varðar þeirra daglegu störf, en eftir stendur að eðlilegar peningatilfærslur svo sem við arðgreiðslur, kaup og sölu hlutabréfa og ýmsar fjármögnunarfærslur eru fastar í viðjum óskilvirks kerfis sem eykur óvissu og dregur úr samkeppnishæfni á alþjóðlegum markaði. Höftin bitna því harkalega á þeim fyrirtækjum sem þurfa að vaxa og hafa burði til að stækka út í heim. Hjá íslenskum frumkvöðlum kemur æ oftar upp sú spurning hvort það sé rétt ákvörðun að stofna fyrirtæki á Íslandi. Til mikils er að vinna að frumkvöðlarnir sjái sér hag í að byggja upp fyrirtæki sín hér en ekki annars staðar, enda værum við þá að missa úr landi öll þau verðmæti og reynslu sem verður til með nýju fyrirtæki. Það er líka afleitt að sum fyrirtæki kjósa að færa starfsemi til útlanda vegna haftanna. Niðurstaðan er því miður sú að skuggi gjaldeyrishafta leggst yfir íslenskt nýsköpunarumhverfi. Það er erfitt að selja erlendum fjárfestum bjart og gott umhverfi þegar svo er. Vaxtafyrirtækin ættu því að vera stjórnvöldum efst í huga þegar afnám gjaldeyrishafta verður útfært. Atvinnulífið styður við nýsköpun Við hjá SI höfum í samstarfi við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti og fleiri ráðuneyti staðið að Hátækni- og sprotavettvangi. Markmiðið er að skapa hér samkeppnishæft umhverfi til nýsköpunar og framleiðniaukningar. Eitt af því sem horft er til er aukið einkafjármagn til nýsköpunar. Það er enn þá vöntun á fjármagni til áhættufjárfestinga og sem hlutfall af landsframleiðslu er fjárfestingin töluvert lægri en í löndunum sem við berum okkur saman við. Við höfum séð lífeyrissjóðina stíga jákvæð skref í þessa átt og þeir virðast tilbúnir til að láta meira að sér kveða. Það er mjög mikilvægt. Tækifærin á nýju ári Það er verk að vinna á nýju ári. Það er forgangsatriði að áætlun um afnám hafta tryggi að Ísland sé ákjósanlegur og varanlegur áfangastaður fyrir nýsköpunarstarfsemi. Miklar væntingar eru bundnar við fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að innleiða skattalega hvata til hlutafjárkaupa í nýsköpunar- og vaxtarfyrirtækjum og að efla markað fyrir viðskipti með slík bréf. Svo má ekki gleyma því að nýsköpun er og þarf að vera í öllum greinum. Þannig aukum við framleiðni – sem er stóra verkefnið.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun