Leiðrétting fyrir hvern? Sigurvin Lárus Jónsson og Sunna Dóra Möller skrifar 10. janúar 2015 07:00 Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Stjórnskipulag Þjóðkirkjunnar byggir á spennu á milli opinbers reksturs og lýðræðislegrar leikmannahreyfingar. Þannig eru sem dæmi prestar ráðnir með blöndu af valnefndaráliti safnaðarfólks, með möguleika á prestkosningu, og að fylgdum reglum um opinberar embættisveitingar. Rekstur sóknarkirkna byggir með sama hætti á verkaskiptingu á milli sóknarpresta, sem bera ábyrgð á helgihaldi, boðun og safnaðarstarfi, og sóknarnefnda en þær bera ábyrgð á rekstri kirkjubygginga og mannaforráðum í söfnuðum. Hluti reksturs Þjóðkirkjunnar er fjármagnaður með fjárlögum frá ríkinu er byggir á samningi um afnot ríkisins af kirkjujörðum. Þó kirkjan sé ekki opinber stofnun í eiginlegum skilningi hefur ríkisvaldið skorið framlög til kirkjunnar niður umfram aðrar opinberar stofnanir. Samningar hafa ekki verið efndir og kirkjuþing hefur verið nauðbeygt til að samþykkja fækkun prestsembætta 6 ár í röð. Prestum hefur fækkað stig af stigi, úr 138 og í 107 (m.v. fjárlög 2015) og prestar hafa, líkt og margar starfsstéttir, flutt til Norðurlanda í leit að vinnu og bættum kjörum. Í dag starfa yfir 20 íslenskir prestar í Noregi og Svíþjóð. Með þessari fækkun hefur trosnað það þéttriðna stuðningsnet sálgæslu, félagsstarfs og þjónustu sem prestar veita um land allt. Söfnuðirnir reiða sig einvörðungu á sóknargjöld (trúfélagagjöld), sem eru félagsgjöld þeirra sem tilheyra Þjóðkirkjunni. Sóknargjöld þurfa að standa undir daglegum rekstri bygginga, viðhaldi þeirra, launum kirkjuvarða og starfsfólki í safnaðarstarfi. Hið opinbera innheimtir þessi félagsgjöld fyrir hönd trúfélaga en frá 2009 hefur ríkið ekki skilað þeim til fulls, heldur haldið eftir hluta þeirra. Þessi skerðing á innheimtum félagsgjöldum gengur jafnt yfir öll skráð trú- og lífsskoðunarfélög og leiðrétting þeirra varðar þau öll. Gefur vinnu sína Sóknarnefndir eru misfjölmennar eftir stærð sókna en í sóknarnefndum starfa hundruð Íslendinga í óeigingjörnu og sjálfboðnu starfi. Skilyrðin til að þjóna í sóknarnefnd eru að vera 16 ára, skráður meðlimur í Þjóðkirkjuna og ekki vígður þjónn kirkjunnar. Ólíkt opinberum rekstrareiningum eða fyrirtækjum hvílir mesta ábyrgðin á rekstri safnaðanna á sjálfboðaliðum, ekki opinberum starfsmönnum, og það tryggir að starf kirkjunnar haldist grasrótarstarf. Kirkjan er ekki rekin eins og opinber stofnun og fylgir ekki sömu lögmálum. Ekki þarf nema að skoða kort af kirkjubyggingum í Reykjavík til að sjá að það voru hverfin sjálf sem tóku ákvarðanir um staðsetningu þeirra. Kirkjur landsins voru byggðar fyrir fjáröflunarstarf kvenfélaga, félagsgjöld Þjóðkirkjufólks og framlög úr sjóðum kirkjunnar. Hér fyrr á árum þótti upphefð í því fólgin að vera sóknarnefndarmanneskja en í dag er líklegra að það mæti undrun, fremur en að fylgja upphefð. Það er með öðrum orðum ekkert á því að græða að vera í sóknarnefnd, hvorki fé né frama, og það fólk sem þar þjónar gefur vinnu sína af þeirri hugsjón að kirkjan geri samfélaginu gagn. Úrsagnir úr Þjóðkirkjunni og sú ákvörðun stjórnvalda að halda aftur hluta af sóknargjöldum hefur bitnað á viðhaldi kirkna og dýrmætu barna- og unglingastarfi, tónlistarstarfi og öldrunarstarfi í söfnuðum. Barátta biskups í að sækja rétt kirkjunnar varðandi sóknargjöld er samstaða með sjálfboðaliðum sem sinna því flókna starfi að reka sóknarkirkju í sínu nærumhverfi. Það starf varðar ekki hagsmunagæslu stofnunar eða kjarabaráttu embættismanna, heldur velferð fólks. Kirkjan í hverfinu býður fram trúarlegan vettvang þar sem börn og fullorðnir geta fundið sér vettvang sem elskaðar manneskjur.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun