Alfreð og Gummi vilja sjá blóð á hnjám og olnbogum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 28. janúar 2015 08:00 Öflugur leikstjórnandi. Rasmus Lauge í leik með Dönum. Fréttablaðið/getty Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld. HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira
Fyrir rétt tæpum ellefu mánuðum sleit danski leikstjórnandinn Rasmus Lauge krossband í hné í leik með liði sínu, Þýskalandsmeisturum THW Kiel, í þýsku úrvalsdeildinni. Lauge er nú kominn aftur á fullan skrið og lék íslenska liðið sundur og saman þegar þau mættust í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í fyrradag. „Það var margt sem ég gerði í gær sem gekk vel. Boltinn fór inn og ég fann samherja mína vel. Það gekk margt upp í gær,“ sagði Lauge í samtali við Fréttablaðið sem settist niður með honum á Hilton-hótelinu í Doha í Katar. Lauge fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína og Bent Nyegaard, sérfræðingur TV2-sjónvarpsstöðvarinnar, gaf honum hæstu einkunn. Hann sagði Lauge hafa leikið sinn besta leik á ferlinum. „Þeir [íslensku varnarmennirnir] skildu eftir mikið pláss fyrir mig því Mikkel [Hansen] fær mikla athygli sem gefur mér ákveðið svigrúm. Ég gat nýtt mér það og það var góð tilfinning að það gekk upp.“Erfitt að treysta hnénu Hann viðurkennir að það hafi verið erfitt að treysta hnénu þegar hann hóf að æfa og spila á nýjan leik í haust. „Í fyrsta leiknum mínum var ég mjög taugaóstyrkur og ég treysti hnénu ekki vel. Þessi ákveðna hreyfing þar sem meiðslin áttu sér stað loðir enn við hugann og maður óttaðist aðeins að hún myndi endurtaka sig,“ sagði hann. „En eftir því sem ég æfði meira og spilaði fleiri leiki, þeim mun auðveldara varð þetta. Ég hugsa ekki um þetta þegar ég er að spila í dag. Ég hugsa um þetta þegar ég sit á bekknum og íhuga hvernig mér líður í hnénu. Ég vil ekki setja of mikið álag á það og kýs því frekar að hvíla þegar ég er þreyttur en að reyna of mikið á það.“ Hann segist vera þakklátur öllum sínum þjálfurum fyrir stuðninginn sem hann fékk í gegnum endurhæfingarferlið. „Ég er þakklátur fyrir að vera hér og geta spilað á þessu getustigi. Það er yndisleg tilfinning að vera kominn aftur. Ég ætla að gefa allt mitt í þetta mót og við sjáum svo til hverju það skilar.“ Þjálfari Lauge hjá Kiel er Alfreð Gíslason en Guðmundur Guðmundsson stýrir danska landsliðinu. Alfreð og Guðmundur voru lengi vel herbergisfélagar í íslenska landsliðinu á sínum tíma en það vissi Lauge ekki. „Er það virkilega?“ segir hann og brosir. „Það hefur þá verið fyrir mjög löngu,“ bætir hann við og hlær. Lauge segir að sá mikli baráttuvilji og dugnaður sem einkenni íslenska handboltaþjálfara eigi við þá báða. „Þeir eru líkir að því leyti að þeir leggja ofurkapp á að undirbúa liðin vel, horfa mikið á myndbönd og ítreka fyrir leikmönnum að berjast allan leikinn. Þeir vilja helst sjá blóð á hnjám og olnbogum. Ef við vinnum ekki leikinn – þá skal það vera vegna þess að hitt liðið var gríðarlega gott.“ En hann segir að það sé oft ekki nóg. „Þeir finna alltaf eitthvað sem hægt er að bæta,“ segir hann. „En þegar það kemur að sjálfri leikfræðinni og uppleggi þá eru þeir ólíkir. Og þess vegna er gaman að spila fyrir þá báða og taka þátt í hálfgerðum leik innan leiksins.“ En hvor skyldi vera betri þjálfari? „Ég verð að vera klókur núna. Ég get ekki svarað því.“ Danmörk mætir heimsmeisturum Spánar í 8-liða úrslitum á HM í handbolta klukkan 18.00 í kvöld.
HM 2015 í Katar Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjá meira