Kökumylsna handa öllum Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2015 06:00 Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Það er gott að búa í Kópavogi, segir máltækið. Eða er það málsháttur? Orðatiltæki kannski? Allavega. Kópavogur. Kópavogur leysti á dögunum upp á sitt eindæmi eitt óleysanlegasta vandamál mannkynsins. Hvílík og önnur eins hugvitssemi hefur ekki sést í áraraðir, ef þá nokkurn tímann. Um er að ræða uppgötvun á borð við hjólið, eldinn, prentvélina og pensilín. Jóhannes Gutenberg, Alexander Fleming, Ármann Kr. Ólafsson. Ég vil kalla hana kökumylsnuaðferðina. Jófríður Hanna Sigfúsdóttir, launa- og rekstrarfulltrúi hjá Kópavogsbæ, kærði bæinn til kærunefndar jafnréttismála í fyrra fyrir að greiða karlmanni í sambærilegu starfi hærri laun. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu að bærinn hefði brotið lög. Það er gott að búa í Kópavogi og þar er launamunur kynjanna ekki látinn viðgangast. Ármann Kr. bæjarstjóri brást hratt og vel við eins og frægt er orðið. Með gjörningi sem á einhvern óútskýranlegan hátt var í senn í anda móður Teresu og Maríu Antoinette var óréttlætinu útrýmt. „Kökumylsna handa öllum. Voila, hallelúja og bon appetit.“ Karlinn var lækkaður í launum.Hár í handarkrikum Fyrir tveimur vikum skrifaði ég grein sem birtist á þessum sömu síðum um launamun kynjanna. Í einfeldni minni stakk ég þar upp á að til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna myndum við útrýma launamun kynjanna með því að hver einasta kona færi til yfirmanns síns og bæði um launahækkun. Ég tek þessa frómu ósk hér með til baka. Það er nefnilega til betri leið. Konur hafa barist fyrir jöfnum launum á við karla lengur en Kópavogur hefur verið í byggð. Þær hafa hent sér fyrir hesta og brennt brjóstahaldara. Þær hafa ræktað hárvöxt í handarkrikum, klætt sig eins og karlmenn og svo eins og druslur. En allt kemur fyrir ekki.Hundaskítur á húnum Manninum eru flestir vegir færir. Hann hefur gengið á tunglinu. Hann hefur ferðast hraðar en hljóðið. Hann hefur alið af sér Mozart, Marie Curie og Justin Bieber. Hann hefur beislað náttúruna og útrýmt drepsóttum. En hvers vegna hefur gengið svona illa að útrýma launamun kynjanna? Ástæðan er sú að við höfum ekki hugsað út fyrir kassann. Ekki eins og Ármann Kr. Ármann er kominn svo langt út fyrir kassann að fyrir honum er kassinn ekki annað en depill í fjarska. Kassinn er eins og Kópavogsbær séður úr geimnum. Í stað þess að ég biðji um launahækkun í tilraun minni til að vera metin til jafns við karlkyns kollega hefði ég greinilega heldur átt að biðja um launalækkun karlkyns kollegum til handa. Hæ, Guðmundur Andri. Hæ, Sigurjón M. Og hvers vegna að láta þar við sitja. Kökumylsnuaðferð Ármanns má beita á hina ýmsu þætti daglegs líf. Ertu með hausverk? Stingdu nál í lærið á þér og ég ábyrgist að þú hættir að finna fyrir honum. Ertu í vondu skapi? Klíndu hundaskít á hurðarhún nágranna þíns og þú getur yljað þér við þá vitneskju að bráðum verður einhver í jafn vondu skapi og þú. Og hví ekki að hugsa stórt? Til að lina hugarvíl þeirra sem eru með skalla, hvernig væri að raka hárið af öllum íbúum jarðar. Þjáistu af vöðvabólgu? Hugsaðu um verðbólgu. Er fólk súrt yfir tollaskertu ostaúrvalinu? Tökum aftur fyrir innflutning á nammi. Aldrei neitt í sjónvarpinu. Bönnum rafmagn. Já, það hlýtur að vera gott að búa í Kópavogi.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun