Ríkið keppir við einkaframtakið Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur bar sig illa í fjölmiðlum í síðustu viku vegna fækkunar sendibréfa undir 50 grömmum, en fyrirtækið hefur einkarétt á dreifingu þeirra. Fyrirtækið boðar að þessi þróun haldi áfram og muni hafa alvarleg áhrif á afkomu þess. Tímasetning þessarar tilkynningar er engin tilviljun. Það er verið að búa skattgreiðendur, eigendur Íslandspósts, undir vont uppgjör fyrir árið 2014. En er það áreiðanlega svo að vinsældir internetsins og fækkun bréfa af þeim sökum séu meginorsökin fyrir slæmri afkomu ríkisfyrirtækisins? Flest bendir til að líklegra sé að umsvif Íslandspósts á samkeppnismarkaði, þar sem ríkið keppir við einkaaðila á fjölbreytilegustu sviðum, allt frá póstsendingum og prentsmiðjurekstri til sendibílaþjónustu og sælgætissölu, sé fremur en annað orsök slakrar afkomu félagsins. Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur hefur varið háum fjárhæðum í fjárfestingar í samkeppnisrekstri, án sýnilegs árangurs fyrir afkomu fyrirtækisins.Tap á samkeppnisrekstri, gróði í einkarétti Þannig er í ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) frá því í júlí síðastliðnum fjallað um afkomu Íslandspósts. Þar kemur annars vegar fram að „afkoma í ýmsum þjónustuflokkum í samkeppnisrekstri ÍSP [hafi] verið neikvæð á undanförnum árum. Þetta er þrátt fyrir að einkaréttur hafi borið umtalsverða hlutdeild í kostnaði samkeppnisrekstrar í samræmi við mat ÍSP á alþjónustubyrði félagsins sem einkarétti bæri að fjármagna.“ Hins vegar segir PFS að árin 2012 og 2013 hafi verið hagnaður af póstþjónustu í einkarétti, þótt kostnaður vegna alþjónustubyrðarinnar sé innifalinn í gjöldum einkaréttarins. Alþjónustubyrðin er kvaðir sem Íslandspóstur ber, um að veita almenningi póstþjónustu af tilteknum gæðum og á viðráðanlegu verði.Sjálfkrafa gjaldskrárhækkanir Raunin er líka sú að Íslandspóstur fær nánast sjálfkrafa hækkanir á gjaldskrá til að mæta fækkun bréfa og laga þannig afkomu sína. Í lögum um póstþjónustu er tiltekið að gjaldskrár vegna einkaréttar og alþjónustu skuli „taka mið af raunkostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði.“ Þannig kemur fækkun bréfa ekki niður á afkomunni. Á síðasta ári heimilaði PFS um 21% hækkun á gjaldskrá ÍSP fyrir bréf í einkarétti. Gjaldskráin fyrir bréf í léttasta flokki hefur hækkað um allt að 263% frá árinu 2000, en á sama tíma hefur verðskráin fyrir fjölpóst, þar sem Íslandspóstur þarf að keppa við einkafyrirtæki, hækkað um 24%. Er þó dreifikerfið og allir helztu kostnaðarþættir þeir sömu. Forsvarsmenn Íslandspósts fullyrða í fréttatilkynningu að á sama tíma og bréfamagn minnkar séu kvaðir um póstdreifingu þær sömu. Það er ekki rétt. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað fyrirtækinu að loka fjölda pósthúsa víða um land í þágu nauðsynlegrar hagræðingar. Ennfremur heimilaði PFS árið 2012 breytingu á dreifingu bréfapósts í einkarétti, svokallaðan B-póst, sem er ekki dreift daglega heldur innan þriggja virkra daga. Með því móti sparast verulegar fjárhæðir hjá Íslandspósti og raunar leiðir fækkun bréfa líka til lægri kostnaðar. Póst- og fjarskiptastofnun telur margt benda til að samkeppnisrekstur Íslandspósts sé niðurgreiddur með einkaréttarstarfseminni, en slíkt fer gegn lögum. Stofnunin hefur bent á að verðstefna fyrirtækisins í samkeppnisrekstrinum skýri taprekstur Íslandspósts að minnsta kosti að hluta, en hann skýrist ekki einvörðungu af umframkostnaði vegna alþjónustukvaða. PFS hefur gert alvarlegar athugasemdir við svokallaðar leiðréttingarfærslur stjórnenda Íslandspósts, þ.e. kostnað sem er færður af samkeppnisrekstrinum yfir á einkaréttarrekstur. Íslandspóstur hefur um árabil verið til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu, meðal annars vegna rökstudds gruns um ófullnægjandi aðskilnað samkeppnisrekstrar og einkaréttarþjónustu.Keppinautar standa höllum fæti Allt þýðir þetta að einkafyrirtæki, ekki bara á póstmarkaði heldur jafnframt á ýmsum skyldum eða jafnvel óskyldum mörkuðum, sem Íslandspóstur hefur ruðzt inn á, standa höllum fæti gagnvart ríkisfyrirtæki sem varið er af einkarétti á tiltekinni þjónustu. Skattgreiðendur, sem eiga Íslandspóst, og fulltrúar þeirra á Alþingi hljóta að þurfa að taka afstöðu til þeirrar áleitnu spurningar hvort ástæða sé til að láta ríkisfyrirtæki ganga þannig laust eins og fíl í postulínsbúð, í ósanngjarnri samkeppni við einkafyrirtæki á ýmsum sviðum. Samkeppnisstarfsemi Íslandspósts þjónar ekki þeim tilgangi að fjármagna lögbundna þjónustu við almenning, heldur bendir þvert á móti flest til þess að einkarétturinn fjármagni samkeppni fyrirtækisins við einkaaðila á sama tíma og þjónustan við almenning verður sífellt lakari. Loks er tap á öllu saman. Hver er þá tilgangurinn? Eigum við að vorkenna stjórnendum Íslandspósts þegar þeir skila uppgjöri um rekstur síðasta árs?
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun