Hvað laðar að mér skúrka? Guðjón Sigurðsson skrifar 5. mars 2015 07:00 Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Fólk sem mögulega vill vel en með gerðum sínum vekur með mér falsvonir og hefur af mér og miklu fleirum stórar fjárfúlgur. Allt of margir eru fórnarlömb þessara skúrka. Skilningur minn er 100% hjá þeim sem láta glepjast. Hugarástand fólks með lífsógnandi sjúkdóma eða sem orðið hefur fyrir slysi er þannig að við erum auðveld skotmörk. Örvinglun og að grípa hvert hálmstrá er eðlilegur fylgifiskur svona ástands. En við skulum staldra við. Tala við aðra og fá að tala við þá sem hafa læknast. Það er ekki sótt að forríku fólki, eignamiklu fólki eða fólki sem berst mikið á. Nei, það er mest spennandi að viðkomandi sé veikur, helst með enga batavon, með öðrum orðum dauðvona. Alls konar töframeðul eru seld með fullyrðingum um hitt og þetta sem stenst enga skoðun svo ekki sé talað um forrit og vélbúnað sem gerir alla að nýslegnum túskildingi. Það nýjasta í því er fjarlækning, þarf bara hár af viðkomandi, jafnvel bara mynd af honum/henni og vélin sendir bylgjurnar til viðkomandi. Heilu stofurnar eru til með alls konar óhefðbundnum lækningum. Yfirvöld leyfðu þetta með lögum um græðara. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að þeir sem haldnir eru alvarlegum sjúkdómi leiti allra ráða til að öðlast bata og séu þá fúsir til að reyna eitthvað sem er utan við hið viðtekna í heilbrigðisþjónustunni.“ Tekið af internetinu úr skýrslu heilbrigðisráðherra um græðara og starfsemi þeirra á Íslandi (lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi 2004–2005). Hvar er eftirlitið? Hver verndar neytandann? Ef einhver þarfnast verndar er það þessi viðkvæmi hópur.Stöldrum við Nú má ekki skilja mig svo að ég sé á móti öllu sem ekki er vísindalega sannað. Ég hef reynt margt af þessu t.d.: Kírópraktor, grasalækna, Bowen-tækni, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, miðla, slökun, nudd alls konar, nálastungur, hómópata (smáskammtalækningar), vítamín, fyrirbænir og núna síðast einhvers lags bylgjumeðferð ásamt miklu fleiru. Ekkert af þessu hefur gert mér vont nema það hefur ekki aukið mikið á veraldlegan auð minn enda flest ekki gefins í svona meðferðum. Flest hefur veitt mér góða slökun og vellíðan á meðan á því stendur og í stuttan tíma á eftir. Það sem ég get mælt með, til vellíðunar og hressingar, en ekki til lækninga, er: Kírópraktor, höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferð, heilun, slökun, nudd, nálastungur, grasalæknar í einstöku tilvikum og hómópatar sem ekki nota „geislavélar“ til að breyta sykurpillum í meðul. Aðrir hafa lofað mér meiru en staðið var við. Hvað er þá vandamálið? Langflestir af þessum töframönnum hafa lofað svo miklu meiru en þeir geta staðið við. Jafnvel lækningu á MND og krabbameinum alls konar svo ekki sé talað um annað „smotterí“. Þarna eru allt of margir að taka stórfé fyrir eitthvað sem aldrei verður annað en falsvonir hjá þeim veiku. Að einhverjir séu að vekja falsvonir og ræna dauðvona fólk er í mínum huga glæpur sem verður einhvern veginn að koma í veg fyrir. Lægra leggst fólk ekki að mínu mati. Ég hvet alla, sem fá tilboð sem eru of góð til að standast, til að staldra við, aðeins að kanna hvað er á bak við gylliboðin. Við erum flest viti borin og þó okkur séu gerð tilboð á tímum örvæntingar þá er samt rétt að staldra við. Við berum ábyrgð á eigin heilsu og höfum svo margt betra við tímann að gera en að láta aðra hafa okkur að fífli. Við getum gert það sjálf og notið lífsins um leið. Lifið heil!
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun