Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 28. mars 2025 11:01 Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson ASÍ Húsnæðismál Reykjavík Stéttarfélög Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Fyrir verkalýðshreyfinguna sem sterkasta afl breytinga og framfara í landinu hefur ríkjandi ófremdarástand í húsnæðismálum löngu náð því stigi að vera óþolandi með öllu. Fyrr í dag, föstudaginn 28. mars, undirritaði ég fyrir hönd Alþýðusambands Íslands (ASÍ) viljayfirlýsingu ásamt fulltrúa Reykjavíkurborgar og BSRB um mögulegar aðgerðir til að auka framboð á húsnæði og flýta innviðauppbyggingu í Reykjavík. Yfirlýsingin felur í sér vilja til að leita nýrra leiða í byggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík í því skyni að hraða henni og auka þar með framboð. Í einföldu máli má segja að skoðað verði hvort rjúfa megi kyrrstöðuna með aðkomu lífeyrissjóða til að þróa byggingarsvæði í Úlfarsárdal og ef til vill víðar ef vel tekst til. Ég legg áherslu á, að með undirritun yfirlýsingarinnar erum við aðeins að stíga fyrsta skrefið og því fer víðs fjarri á málið sé í höfn. Hugsunin er í sjálfu sér einföld; við ætlum að leita leiða til að nýta styrk þeirra sem að koma í þeirri von að þannig náum við að höggva á hnútinn og blása til sóknar. Mannréttindahreyfing Verkalýðshreyfingin snýst um svo miklu meira en karp um kaup og kjör. Hún er í eðli sínu mannréttindahreyfing eins og öll saga hennar er til vitnis um. Við lítum svo á að það að eiga aðgang að öruggu húsnæði falli undir hugtakið mannréttindi og þessi afstaða mótar alla nálgun okkar í málaflokknum. Á undanliðnum árum hefur Alþýðusambandið ítrekað lýst yfir þungum áhyggjum af þróun húsnæðismála. Í stuttu máli hafa stjórnlausar verðhækkanir dæmt stóra hópa út af húsnæðismarkaði og á það ekki síst við um yngra fólk eigi það ekki kost á stórfelldri aðstoð frá foreldrum eða öðrum. Verð á íbúðarhúsnæði hefur náð þeim hæðum að almennt launafólk í landinu ræður ekki við að festa sér þak yfir höfuðið. Alþýðusambandið hefur gagnrýnt þá óheillaþróun að íbúðamarkaðurinn, sem hafði það markmið að tryggja fjölskyldum heimili, hafi breyst í fjárfestingamarkað með gróðasjónarmið eitt að leiðarljósi. Við höfum einnig leitast við að koma leigjendum til aðstoðar með ýmsum tillögum þar sem þetta ófremdarástand skerðir einnig stórlega kjör þeirra og lífsgæði. Um leigjendur gildir almennt að þeir búa við óöruggi bæði hvað afkomu og húsnæði varðar. Að auki hefur ASÍ ítrekað bent á að stjórnlausar verðhækkanir hafi þrýst upp vísitölum í landinu, valdið þannig verðbólgu og leitt til hækkunar vaxta. Gleymum því ekki að skuldafjötrar skerða stórlega lífsgæði almennings. Gleymum því ekki heldur að óvissa og óöryggi hvað húsnæði varðar getur haft í för með sér félagslegan óstöðugleika sem skapað getur margvíslegan vanda. Frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar Hér er við hæfi að minna á verkalýðshreyfingin hefur oft í sögu sinni átt frumkvæði að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Þar má nefna verkamannabústaðina sem reistir voru í vesturborginni á fjórða áratug síðustu aldar, öll byggingasamvinnufélögin sem byggt hafa yfir heilu starfsstéttirnar, Breiðholtið og Bjarg íbúðafélag sem BSRB og ASÍ stofnuðu árið 2016 og náð hefur eftirtektarverðum árangri – byggt meira en 1.000 íbúðir þar sem leigjendur njóta mun betri kjara en á almennum markaði. Nú í janúar voru fyrstu leiguíbúðir VR Blævar afhentar í fjölbýlishúsi í Úlfarsárdal. Þar er einnig um að ræða rekstur sem snýst um að tryggja fólki heimili en ekki að maka krókinn á kostnað þess. Þannig liggur fyrir að ný nálgun ASÍ og BSRB í húsnæðismálum með stofnun Bjargs og Blævar hefur skilað miklum árangri og langir biðlistar eru til marks um að þörfin er mikil. Varðstaða um almannahag Með viljayfirlýsingunni hafa Reykjavíkurborg, BSRB og ASÍ sameinast um að leita leiða til að rjúfa vítahring lóðaskorts, verðhækkana og vaxta. Vissulega er þetta aðeins viljayfirlýsing en við skulum líta á hana sem fyrsta skref á braut sem getur – ef vel til tekst - valdið byltingu í uppbyggingu á íbúðarhúsnæði í höfuðborginni. Sameinandi flötur okkar sem að yfirlýsingunni stöndum er varðstaða um almannahagsmuni. Missum ekki sjónar á því. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun