Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen og Gunnar Ásgrímsson skrifa 27. mars 2025 12:32 Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Lengi hafa stjórnvöld lýst yfir áhuga á því að efla byggð um allt landið, enda sé það hagur þjóðarinnar að landið allt sé í blómlegri byggð. Staðan er því miður þó þannig að stjórnvöld, og Háskóli Íslands, hafa brugðist landsbyggðinni að mörgu leyti. Grunnskólakennari, Íslenskufræðingur, Kynjafræðingur, Leikskólakennari, Mannfræðingur, uppeldis- og menntunarfræðingur, þjóðfræðingur, þroskaþjálfi, þýskufræðingur. Þetta er tæmandi listi yfir það sem landsbyggðinni stendur til að læra í fjarnámi í grunnnámi. Undirritaðir þora að fullyrða að það hafi reyndar ekki stakur eyjapeyji eða Skagfirðingur verið hafður með í ráðum hvað þetta framboð varðar. Á fundi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í janúar var einróma samþykkt ályktun sem kallaði eftir því að HÍ myndi auka fjarnámskosti í grunnnámi til að koma til móts við íbúa um allt land. „SHÍ krefst þess að Háskóli Íslands beiti sér fyrir því að stórbæta möguleika nemenda til fjarnáms við háskólann. Mikilvægt er að Háskóli Íslands sé aðgengilegur nemendum óháð búsetu. SHÍ telur að venjan ætti að vera sú að námskeið séu einnig í boði í fjarnámi, nema góður og gildur rökstuðningur sé fyrir hendi. Frekar en að möguleiki til fjarnáms sé undantekning. Horfa þarf sérstaklega til námsleiða í grunnnámi. Það er skylda skólans að vera háskóli alls Íslands.” Ungt fjölskyldufólk og íbúar á landsbyggðum eiga rétt á aðgengi að gæða háskólanámi jafnt og þau sem barnlaus eru í miðbæ Reykjavíkur. Teljum við að það sé hlutverk Háskóla Íslands að koma til móts við þann hóp sem hefur vilja til að mennta sig meira en getur það ekki vegna þess að það hefur ekki færi á að flytja á höfuðborgarsvæðið. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst sinna fjarnámi með sóma og viljugir stúdentar geta vissulega hafið nám þar. Námsframboð í Háskóla Íslands er þó margfalt það sem finnst í öðrum Háskólum á Íslandi, og margt nám sem einungis er í boði í HÍ. Að sjálfsögðu er ekki hægt að kenna allt í fjarnámi, og mikilvægt að háskólasvæðið sé blómlegt og vel sótt. Það er þó einnig dagsljóst að þetta framboð er verulega takmarkað, og það framboð sem er í boði er ekki mjög fjölbreytt. Háskólinn hefur sýnt það að hann getur boðið upp á gott fjarnám, enda var fjárfest fleiri tugum milljóna í fjarfundabúnaði fyrir fáeinum árum auk þess sem úrvalið á meistarastigi er miklu skárra. Líkt og kemur fram í ályktun SHÍ telja stúdentaráðsliðar að venjan ætti að vera sú að áfangar séu í boði í fjarnámi og að rökstyðja þyrfti að loka á það. Þar gætu verið rök eins og að áfangi sé verklegur að fullu eða hluta. Við í SHÍ hlökkum til að vinna með háskólanum að því hvernig hægt er að gera háskólann aðgengilegri fólki utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrsta skref í þeirri vinnu er að fá nokkra hluti á hreint. Hvaða ástæður eru fyrir því að einstaka bóknámsáfangar eru ekki í boði í fjarnámi? Hvaða vandamál þarf að leysa geta boðið upp á fleiri bóknámsáfanga í fjarnámi? Þ.e.a.s. hvaða tækjabúnað eða aðstöðu þarf til þess að gera fyrirlestra og tíma aðgengilega. Hvar telur HÍ að það sé hægt að byrja til að auka fjarnám í grunnnámi? Er raunverulegur vilji á meðal stjórnenda og kennara háskólans til þess að koma til móts við landsbyggðirnar? Vonumst við eftir góðu samstarfi í vinnu að þessu göfuga markmiði að gera Háskóla Íslands aðgengilegan fyrir allt Ísland. Arent Orri Claessen, Forseti SHÍGunnar Ásgrímsson, Sviðsráðsforseti MVS og stúdentaráðsliði
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun