Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar 27. mars 2025 16:02 Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisútvarpið Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvíti stafur menningarinnar Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er leiðandi í jafnréttismálum Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Við hér á Íslandi erum svo lánsöm að búa í lýðræðis þjóðfélagi og þar ríkir tjáningarfrelsi. Öllu frelsi fylgir sú ábyrgð að frelsi okkar má hvorki hefta frelsi annarra eða skaða aðra. Eigum við þá að sitja þegjandi hjá þegar Ríkisútvarpið sjálft flytur óstaðfestar fréttir um saknæmt athæfi manneskju og eyðileggur þar með mannorð hennar? Ég segi nei. Búmm. Á örskotsstundu berst þessi óstaðfesta frétt ekki bara um alla fjölmiðla hérlendis heldur líka í flesta fjölmiðla í hinum vestræna heimi. Kaldhæðnin í texta Friðriks Dórs endurspeglar vel þennan hrylling: „En hvers vegna ætti maðurinn að segja satt? Þegar lygin loðin getur flogið svona hratt… Hentu manneskju á bálið sjáðu augu fólksins ljóma glatt.“ Á Ríkisútvarpið að komast upp með svona fréttamennsku, sem eyðileggur mannorð fólks að ósekju? Við höfum lög í landinu sem eiga að vernda okkur fyrir ósönnum ásökunum. Ríkisútvarpinu og reyndar öllum fjölmiðlum þessa lands hlýtur að bera skylda til að starfa samkvæmt þeirri löggjöf, lögum og reglum um fjölmiðla og siðareglum blaðamanna. Traust mitt til Ríkisútvarpsins hefur beðið verulega hnekki við áðurnefndan fréttaflutning. Ég vil geta treyst því að fréttir þess séu vel og faglega unnar. Ríkisútvarpið hefur veigamiklu öryggishlutverki að gegna þegar vá ber að höndum og því er nauðsynlegt að fólkið í landinu geti treyst því að fréttaflutningur þess sé hafinn yfir allan vafa. Ríkisútvarpið hefur í máli Ásthildar Lóu Þórsdóttur farið yfir öll siðferðileg mörk og hlýtur að biðja hana afsökunar. Ríkisútvarpið þarf að leiðrétta þessi alvarlegu mistök í fréttaflutningi sínum og hreinsa Ásthildi Lóu af ásökunum um saknæmt athæfi. Það hefur verið vegið mög harkalega að henni bæði faglega og persónulega, hvað varðar einkalíf hennar og fjölskyldu. Öll gerum við mistök. Við þurfum í fyrsta lagi að horfast í augu við mistökin og leiðrétta þau. Í öðru lagi biðjumst við afsökunar og reynum við að bæta fyrir mistökin eins og kostur er. Í máli Ásthildar Lóu hefur því miður orðið skaði, sem að öllum líkindum er að töluverðu leyti óbætanlegur. Ég skora á ykkur öll sem hafa átt einhvern þátt í þessari aðför að Ásthildi Lóu að gera allt sem þið mögulega getið til að bæta fyrir brot ykkar, reyna að draga úr þeim skaða sem orðið hefur og hreinsa hana af ósönnum ásökunum. Hvað getum við lært af aðförinni að Ásthildi Lóu? Spyrjum okkur sjálf. Hvernig samfélag viljum við skapa hér á Íslandi? Eru þetta þau gildi sem við viljum kenna börnunum okkar, að það sé í lagi að bera ósannaðar sakir á fólk og reyna þannig að upphefja sig á kostnað annarra, hvað sem það kostar? Hvernig manneskjur viljum við vera? Erum við að fylgja Gullnu reglunni, að koma fram við aðra eins og við myndum vilja að komið væri fram við okkur? Höfundur er náms- og starfsráðgjafi.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun