Hver var amma þín? Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir skrifar 5. mars 2015 07:00 Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Nú þegar við minnumst og höldum upp á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og kjörgengis kvenna til Alþingis hefur gripið um sig mikið ömmu-æði. Formæðra er nú minnst í ræðu og riti og frásögnum um ömmur, langömmur, ömmusystur og afasystur er safnað á vef Þjóðminjasafnsins. Fyrirlestrar um ömmur slá aðsóknarmet. Þetta hófst allt í byrjun afmælisársins með vikulegu fyrirlestrunum „Margar myndir ömmu“ á vegum Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands (RIKK) í samstarfi við Þjóðminjasafnið og framkvæmdanefnd um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Svipaðra fyrirlestra höfðu Norðmenn efnt til á 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna þar 2013. Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins fylltist strax á fyrsta fyrirlestrinum og síðan hefur aðsóknin verið svo mikil að margir hafa þurft frá að hverfa. Ömmusögurnar sprengdu af sér Þjóðminjasafnið og svo fyrirlestrasalinn í Öskju, húsi Náttúrufræðistofnunar, svo að næsti fyrirlestur verður í hátíðasal Háskóla Íslands. Upplýsingar um staðsetningu ömmufyrirlestranna framvegis verða á vef www.rikk.hi.is og www.kosningarettur100ara.is. Ömmufyrirlestrarnir verða á föstudögum í hádeginu fram í maí og koma svo út á bók í haust. Margar hugmyndir hafa vaknað í umræðunum eftir þessa fyrirlestra. Kennarar hafa verið hvattir til að vera með ömmuverkefni, konur vilja óðar og uppvægar safna fróðleik og miðla um ömmur sínar og aðrar formæður. Heimildasöfnun er í miklum gangi og hafa skjalasöfn ekki dæmi um annað eins.Ömmusögum safnað Nú hefur Þjóðminjasafnið ákveðið að safna sögum um ömmur í samstarfi við RIKK, sem ætlar síðan að nýta þær til kvennarannsókna. Þessar sögur má rita undir fullu nafni eða nafnlaust. Þeim er hægt að koma til safnsins á heimasíðu Þjóðminjasafnsins. Allir geta tekið þátt í þessu verkefni, konur og karlar, ungir jafnt sem aldnir. Sagan hefur verið sögð af körlum um karla, en konur hafa gengið til starfa sinna hávaðalaust og borið áhyggjur sínar og erfiði í hljóði. Nú er tími til að fræðast um allar þessar konur og safna þeim fróðleik saman á einn stað. Það ömmusögusafn mun auðga söguna og bæta til muna heimildir um hlut kvenna í samfélaginu á síðustu öld og nýtast í rannsóknarverkefni um konur. Í gangi eru námskeið þar sem kennt er að safna upplýsingum og semja erindi eða skrifa sögu formæðra sinna, ömmu, langömmu eða jafnvel langalangömmu. Formæður eru í kastljósi afkomenda sinna þetta árið í tilefni kosningaréttarafmælisins. Það er mikilvægt ljós. Kennarar ættu að hvetja nemendur til að fjalla um ömmur sínar, í ritgerð eða jafnvel í ljóði. Sögu kvenna síðustu aldar þarf að skrá. Lesandi góður, hver var amma þín? Nú er að setjast niður og leita heimilda og/eða skrá minningar um ömmur sínar og miðla lífi þeirra til komandi kynslóða.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun