Tónlistarmenn fái endurgreitt frá ríkinu jón hákon halldórsson skrifar 6. mars 2015 07:15 Í sundlauginni. Sigtryggur Baldursson segir að nokkur stúdíó hér á landi séu þegar vinsæl erlendis. Til dæmis Sundlaugin sem er í eigu SigurRósar. fréttablaðið/anton Brink Unnin hafa verið drög að frumvarpi til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þessi drög ekki verið kynnt í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði málið hins vegar að umræðuefni í ávarpi sem hún flutti á myndskeiði á Iðnþingi í gær. Fyrirkomulagið yrði þá svipað og í kvikmyndagerð. Ragnheiður Elín ræddi stöðu skapandi greina í ávarpi sínu í gær. „Í síðustu viku heimsótti ég fyrirtæki Baltasars Kormáks og fylgdist með eftirvinnslu stórmyndarinnar Everest. Það fyrirtæki hefur nú þegar klárað þrjú stórverkefni hér heima og vonandi sjáum við meira af slíku í framtíðinni,“ sagði hún. Hún sagði að sambærileg tækifæri gætu líka legið fyrir í íslenskri tónlist. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er boðað frumvarp af þessu tagi fyrir tónlist. Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi árið 1999. Á grundvelli þeirra er unnt að fá endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Eftir að lögin voru samþykkt hafa fjölmargar erlendar stórmyndir verið framleiddar að hluta hérlendis. Þar á meðal Hollywood-myndir.Sigtryggur Baldursson„Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokkurn tíma,“ segir Sigtryggur Baldursson. Hann er framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að það hafi verið þó nokkur aðsókn í nokkur stúdíó á Íslandi að undanförnu, einkum Gróðurhúsið og Sundlaugina. En með nýjum lögum myndi þetta aukast og þar með myndu tengsl íslenska tónlistargeirans við umheiminn aukast. Mikilvægt sé fyrir íslenska listamenn að tengjast þeim erlendu. „Ég vil meina að þetta hafi gríðarlega góð áhrif fyrir stúdíó á Íslandi og líka íslenska tónlist yfirhöfuð,“ segir Sigtryggur. Eftirsóknarverðara verði fyrir hljómsveitir sem koma hingað á Iceland Airwaves að taka upp í leiðinni. Einnig verði eftirsóknarverðara að nota Sinfóníuna í upptökur fyrir stærri verkefni. Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Unnin hafa verið drög að frumvarpi til laga um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist á Íslandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa þessi drög ekki verið kynnt í ríkisstjórn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, gerði málið hins vegar að umræðuefni í ávarpi sem hún flutti á myndskeiði á Iðnþingi í gær. Fyrirkomulagið yrði þá svipað og í kvikmyndagerð. Ragnheiður Elín ræddi stöðu skapandi greina í ávarpi sínu í gær. „Í síðustu viku heimsótti ég fyrirtæki Baltasars Kormáks og fylgdist með eftirvinnslu stórmyndarinnar Everest. Það fyrirtæki hefur nú þegar klárað þrjú stórverkefni hér heima og vonandi sjáum við meira af slíku í framtíðinni,“ sagði hún. Hún sagði að sambærileg tækifæri gætu líka legið fyrir í íslenskri tónlist. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er boðað frumvarp af þessu tagi fyrir tónlist. Lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi voru samþykkt á Alþingi árið 1999. Á grundvelli þeirra er unnt að fá endurgreitt 20% af framleiðslukostnaði vegna framleiðslu kvikmyndar eða sjónvarpsefnis á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Eftir að lögin voru samþykkt hafa fjölmargar erlendar stórmyndir verið framleiddar að hluta hérlendis. Þar á meðal Hollywood-myndir.Sigtryggur Baldursson„Þetta eru mjög skemmtilegar fréttir. Við erum búin að vera að reka áróður fyrir þessu í þó nokkurn tíma,“ segir Sigtryggur Baldursson. Hann er framkvæmdastjóri ÚTÓN, útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að það hafi verið þó nokkur aðsókn í nokkur stúdíó á Íslandi að undanförnu, einkum Gróðurhúsið og Sundlaugina. En með nýjum lögum myndi þetta aukast og þar með myndu tengsl íslenska tónlistargeirans við umheiminn aukast. Mikilvægt sé fyrir íslenska listamenn að tengjast þeim erlendu. „Ég vil meina að þetta hafi gríðarlega góð áhrif fyrir stúdíó á Íslandi og líka íslenska tónlist yfirhöfuð,“ segir Sigtryggur. Eftirsóknarverðara verði fyrir hljómsveitir sem koma hingað á Iceland Airwaves að taka upp í leiðinni. Einnig verði eftirsóknarverðara að nota Sinfóníuna í upptökur fyrir stærri verkefni.
Alþingi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent