Af efa Árni Páll Árnason skrifar 7. mars 2015 07:00 Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er svo sem engin frétt, en ég velti því reglulega fyrir mér hvort aðild að ESB henti íslenskum hagsmunum. Ég skrifaði meðal annars um það álitamál greinabálk sem birtist í þessu blaði árið 2012. Niðurstaða mín þá var að Ísland ætti áfram að stefna að aðild að ESB og er sú afstaða mín óbreytt. Fréttir gærdagsins byggðu á mistúlkun á orðum mínum, en náðu samt sem áður að valda ástæðulausum vangaveltum um hvort Samfylkingin hefði breytt um stefnu. Því fer fjarri. Það ætti ekki að vekja með fólki ótta eða óvissu að stjórnmálafólk efist. Efinn er nauðsynlegur. Frekar ætti að varast þá sem efast aldrei og endurskoða aldrei viðhorf sín og stefnu. Blind trú á töfralausnir hefur ekki reynst Íslendingum vel. Aðild að ESB er ekki trúaratriði, heldur praktísk nauðsyn út frá köldu mati á íslenskum hagsmunum. Hagsmunir geta breyst frá einum tíma til annars og ESB er í stöðugri þróun og ekkert óeðlilegt að leggja reglulega mat á hana. Aðild að ESB er nefnilega ekki markmið í sjálfri sér, heldur leið til að tryggja betur kjör almennings og öflugra atvinnulíf. Evrópusamruninn hefur skapað Íslandi gríðarlegan ávinning frá því að við urðum aðilar að EES. En veikleikar krónunnar hafa kallað yfir okkur verra fjármálaáfall en ella og læst okkur í viðjum gjaldeyrishafta. Fólk flýr land í vaxandi mæli og þeir sem fóru strax eftir hrun koma ekki heim. Fyrirtækin flýja land og þekkingarfyrirtæki vaxa í útlöndum. ESB glímir nú við ýmis flókin úrlausnarefni í kjölfar fjármálakreppu. Það gerum við líka. Samfylkingin vill halda í ávinninginn af Evrópusamrunanum og treysta hann í sessi með aðild að ESB. Ég á ekki von á öðru en að Samfylkingin ítreki þá afstöðu sína á Landsfundi 20.-21. mars nk.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun