Ekki sammála umsögn Sambands sveitarfélaga sveinn arnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:00 Benda stjórnarmennirnir á að flutningur Fiskistofu hafi ekki verið nægilega ígrundaður og það sé stórmál að flytja stofnanir landshorna á milli. Fréttablaðið/Valli Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi. Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tveir stjórnarmenn Sambands íslenskra sveitarfélaga eru ósammála umsögn sambandsins um lagafrumvarp sem heimilar ráðherrum að ákveða staðsetningu ríkisstofnana án atbeina Alþingis. Borgarfulltrúinn S. Björn Blöndal og bæjarfulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn sambandsins, Gunnar Axel Axelsson, settu fyrirvara við umsögnina á síðasta stjórnarfundi sambandsins. Eru þeir ósammála umsögninni sem undirrituð er af Karli Björnssyni, framkvæmdastjóra sambandsins.@kvót fréttasíður nafnogtitill:Í umsögninni telur sambandið nauðsynlegt að lögfesta heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana enda mikilvægt að svigrúm sé til flutnings opinberra starfa á landsbyggðirnar þar sem rök eru á annað borð talin standa til þess. Gerir sambandið því ekki athugasemdir við frumvarpið. Þessu eru fulltrúar Reykjavíkur og Hafnarfjarðar ekki sammála. Nýlegt dæmi um flutning Fiskistofu sýni að vald ráðherra í þessum efnum sé of mikið. „Við settum fyrirvara við þessa umsögn. Við teljum ekki rétt að ráðherra geti einn síns liðs ákveðið að flytja stofnun sem undir hann heyrir án þess að leita til Alþingis með ákvörðun sína. Við teljum það mikilvægt að upplýst umræða um staðsetningu, og eftir því sem við á, flutning stofnana eigi sér stað innan sala Alþingis frammi fyrir opnum tjöldum,“ segir S. Björn Blöndal. „Í því samhengi bendum við á ákvörðun sjávarútvegsráðherra um flutning Fiskistofu.“ Gunnar Axel segir þessa umsögn ganga of langt að sínu mati. „Rökstuðningur sambandsins er á þá leið að þetta sé í samræmi við samþykkta stefnumörkun þess sem sé að stuðla að vexti opinberra starfa um allt land. Ég tel of langt gengið í túlkun á þeirri stefnumörkun,“ segir Gunnar Axel. „Ef menn hafa ekkert að óttast þá ættu svona ákvarðanir, sem eru gríðarlega stórar og varða fjölda einstaklinga, að fara fyrir Alþingi og löggjafarvaldið að taka ákvörðun um þessi mál. Menn verða að átta sig á því að það er stórkostlegt inngrip í stjórnsýsluna að flytja stofnun með manni og mús landshorna á milli.“ Ellefu sveitarstjórnarfulltrúar sitja í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fimm þeirra eru af höfuðborgarsvæðinu en sex stjórnarmenn utan af landi.
Alþingi Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent