Fólki sama um merktar gjafir fanney birna jónsdóttir skrifar 13. apríl 2015 07:00 Mikill meirihluti vill að Kiwanis og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum merkta reiðhjólahjálma. Reglur Reykjavíkurborgar um gjafir koma í veg fyrir slíkt. Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar. Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Yfir 90 prósent landsmanna vilja að Kiwanishreyfingin og Eimskip fái að gefa grunnskólabörnum reiðhjólahjálma og fræðsluefni um mikilvægi og notkun þeirra. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Kiwanis og Eimskip. Reykjavíkurborg bannaði gjafirnar í byrjun þessa árs, þar sem hjálmarnir voru merktir Eimskipafélaginu, sem stangast á við reglur sem kveða á um að að ekki megi afhenda grunnskólabörnum gjafir á skólatíma séu á þeim merkingar. Þá komu sömu reglur í veg fyrir að Tannlæknafélag Íslands fengi að gefa börnum tannbursta og tannþráð. Kiwanis og Eimskip hafa gefið 1. bekkingum reiðhjólahjálma í ellefu ár. Í könnuninni kemur fram að 90,3 prósent eru hlynnt gjöfunum. Alls voru 5,5 prósent andvíg og þeir sem svöruðu hvorki né voru 4,2 prósent. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu í janúar fram tillögu um endurskoðun reglnanna í borgarráði. Þeir telja þær of þröngar og komi meðal annars í veg fyrir kynningar í öryggis- og heilbrigðismálum. „Þetta er skiljanleg niðurstaða. Það á að vera sjálfsagt að börn fái að þiggja hluti sem eru gefnir börnum til góða eins og hjálma, tannbursta og sólmyrkvagleraugu. Þetta kallar augljóslega á að vinnunni við að breyta reglunum verði flýtt. Það gengur ekki að borgaryfirvöld séu svona mikið í óþarfa stríði til að halda úti alltof einstrengingslegum reglum sem hefur nú að auki fengist staðfesting á að er svo gott sem enginn áhugi fyrir hjá foreldrum,“ segir Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir endurskoðun reglnanna í ferli. „Ég hef óskað eftir því að það verði klárað á þessu vori. Þessar reglur voru settar ekki síst að beiðni skólastjóra á sínum tíma, sem fannst óþægilegt að engin viðmið væru um hvar mörkin liggja í þessu. Vinnuhópur skilaði í kjölfarið tillögum sem sviðið samþykkti sem reglur um þetta árið 2013. Það voru skiptar skoðanir á þeim eins og þessi könnun staðfestir og þess vegna erum við að endurskoða þetta núna.“ Úrtak könnunarinnar var 1.750 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.050. Um netkönnun var að ræða sem framkvæmd var 5. til 13. febrúar.
Tengdar fréttir Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32 Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27 Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56 Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47 Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Segir ómögulegt að gefa ómerkta tannbursta „Þetta gekk allt saman vel þar til á síðasta ári og í ár þegar einhver skólastjóri lætur vita af óánægju sinni,“ segir Kristín Heimisdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. 22. janúar 2015 10:32
Börnin skila sólmyrkvagleraugunum að notkun lokinni Skóla- og frístundasvið vill árétta að sólmyrkvagleraugun sem afhent verða í grunnskólum landsins á næstu dögum verði notuð sem kennslugögn. 12. mars 2015 10:27
Vilja ekki að börnin séu sett í erfiðar aðstæður "Reglurnar eru alveg skýrar með það og ekki hægt að heimila að gefa börnum gjafir frá fyrirtækjum á skólatíma,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 20. janúar 2015 09:56
Borgarfulltrúi spyr hvort aðrar reglur gildi um iPad og smokka Fulltrúar í borgarstjórn eru sammála því að endurskoða þurfi reglur er kveða á um gjafir á skólatíma. 20. janúar 2015 11:47
Vilja leyfa fyrirtækjum að gefa börnum gjafir með forvarnargildi Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja breyta umdeildum reglum um gjafir til grunnskólabarna. 3. febrúar 2015 22:01