Sakar Víði um pólitísk afskipti af máli Oscars Agnar Már Másson skrifar 3. júní 2025 11:36 Víðir lét Útlendingastofnun vita að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að Oscari yrði boðinn ríkisborgararéttur. Snorri sakar hann um pólitísk afskipti. Vísir/Samsett Snorri Másson, þingmaður Miðflokssins, gerir athugasemdir við vinnubrögð Víðis Reynissonar, formanns allsherjarnefndar Alþingis, og sakar hann um pólitísk afskipti af máli Oscars Bocanegra með því að setja umsókn hans um ríkisborgararétt í forgang. Brottför Oscars var frestað í gær. Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022. Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í gær að Útlendingastofnun hefði frestað brottför Oscars Anders Florez Bocanegra, sautján ára kólumbísks drengs sem til stóð að senda úr landi, eftir að Víðir Reynisson, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður allsherjarnefndar Alþingis, sendi stofnuninni upplýsingar um að „yfirgnæfandi líkur“ væru á því að nefndin legði fram frumvarp um að hann fengi ríkisborgararétt. Undirnefnd allsherjarnefndar fer yfir umsóknir um ríkisborgararétt en hún er skipuð Grími Grímssyni viðreisnarmanni, Kolbrúnu Baldursdóttur úr Flokki fólksins og Jóni Pétri Zimsen sjálfstæðismanni. Snorri Másson, sem situr í minnihluta í allsherjarnefnd, birti á Facebook bókun sína af fundi nefndarinnar þar sem hann gerði athugasemd við vinnubrögð Víðis og annars formanns undirnefndar í veitingu ríkisborgararéttar „í sambandi við opinberar yfirlýsingar um væntanlega niðurstöðu í einstökum málum“. „[Yfirlýsingar] hafa á síðustu dögum verið gefnar út í sérstökum tilgangi til þess að hafa áhrif á aðgerðir yfirvalda,“ skrifar Snorri og bendir á að fá dæmi séu fyrir slíkum vinnubrögðum sem séu ekki til þess fallin að auka tiltrú almennings á kerfi útlendingamála á Íslandi. Þarna hafi pólitísk nefnd ríkar og frjálslegar heimildir til að setja sérstakt mál í forgang þó málið hafi fengið endanlega afgreiðslu í hinu formlega kerfi á tveimur stjórnsýslustigum. Kærunefnd útlendingamála hafði hafnað því að taka umsókn Oscars um landvistarleyfi til efnislegrar meðferðar. Oscar með Sonju, sem tók hann að sér.Aðsend „Segja má verið sé að hafa pólitísk afskipti af ferlinu,“ skrifar Snorri. „Þar með eru kjörnir fulltrúar, almennir nefndarmenn, settir í þá óeðlilega stöðu að þurfa að taka ákveðna afstöðu til máls slíks einstaklings. Ekki er heldur ljóst að með þessu njóti umsækjendur um ríkisborgararétt jafnræðis fyrir nefndinni.“ Umhugsunarefni sé hvort ekki séu til dæmis fleiri einstaklingar í sömu stöðu sem hefðu gagn af sambærilegri upplýsingagjöf fyrirfram af hálfu nefndar vegna yfirvofandi brottvísunar. Faðir hans er sagður hafa beitt hann ofbeldi og í kjölfarið tóku þau Svavar Jóhannsson og Sonja Magnúsdóttir Oscar að sér. Fósturforeldrar hans hafa sagt að verið sé að senda hann út í opinn dauðann á götum Bogotá, höfuðborgar Kólumbíu. Oscar hefur verið í fóstri hjá íslenskum hjónum frá því fljótlega eftir að hann kom hingað til lands með föður sínum árið 2022.
Mál Oscars frá Kólumbíu Flóttafólk á Íslandi Alþingi Samfylkingin Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira