„Beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. júní 2025 22:04 Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Samsett Skipuleggjendur stórtónleika FM95BLÖ sóttu um leyfi fyrir átta þúsund manns á tónleikunum en talið er að mun fleiri hafi verið á staðnum. Reyndur skipuleggjandi viðburða segir öryggisgæslu á tónleikum FM95BLÖ ekki hafa verið fullnægjandi. Áfengissala hófst fyrr en leyfi var fyrir. „Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna. FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira
„Beiðnin frá þeim sem voru að halda skemmtunina var fyrir átta þúsund manns,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Vísar hann þar í tónleikana Fermingarveisla aldarinnar á vegum þríeykisins í FM95BLÖ og Nordic Live Events. Mikill troðningur var á svæðinu og leituðu fimmtán manns á bráðamóttökuna með einhvers konar áverka vegna þess. Skipuleggjendur tónleikanna hafa verið boðaðir á fund lögreglu auk þess sem greining mun fara fram á því hvað fór úrskeiðis. Jón Viðar segir að heimild sé fyrir því að veita leyfi fyrir 11.500 manns í Laugardalshöll en skipuleggjendur hátíðarinnar hafi einungis óskað eftir leyfi fyrir átta þúsund. „Í rauninni var beðið um leyfi fyrir átta þúsund manns,“ segir hann. „Laugardalshöllin hefur heimild til þess að fara upp í 11.500 því að flóttaleiðir eru það öflugar.“ Greint var frá um helgina að tíu þúsund manns hefðu sótt tónleikana en að sögn Birgis Bárðarsonar, framkvæmdastjóra Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf., sem sér um rekstur Laugardalshallar, voru um 8600 manns á staðnum. Fréttastofa Rúv, sem hefur leyfisbréfið undir höndum, greinir frá að leyfi til sölu á áfengi hafi tekið gildi klukkan sex síðdegis. Dagskrá hófst klukkan 17 en þá hafði húsið verið opnað og áfengissala hafin 140 öryggisverðir á Backstreet Boys en 75 á FM95BLÖ „Af myndum og frásögnum að dæma þá er þetta skólabókardæmi um algjöra amatöra í öllu skipulagi. Það er súrt að þessi viðburður hafi fengið að fara fram með þessu plani,“ skrifar Hrannar Hafsteinsson, eigandi Live Production, á Facebook. Hrannar er með mikla reynslu í skipulagningu stórra viðburða og sá meðal annars um skipulagningu tónleika Backstreet Boys hér á landi. Hrannar segir fjölda öryggisvarða á tónleikum FM95BLÖ verið ófullnægjandi. „Í fréttum kemur fram að lögreglan hafi gert kröfu um 65 manns í gæslu en viðburðahaldari hafi fjölgað í 75, sá hefur haldið viðburði áður og á því að vita að þessi reglugerð um fjölda í gæslu er röng/úrelt. Til að nefna dæmi þá voru 10.000 gestir á Backstreet Boys og vorum við þá með um 140 manns í gæslu.“ Hrannar segir einnig að til þess að sjá um umfang svona stórra viðburða væri venjan að vera með svokallað aðgerðarstjórnarrými. Þar eru bæði öryggisstjóri og öryggisverkfræðingur en ekkert rými fyrir aðgerðastjórn var sett upp á tónleikunum. „Einnig hafa fulltrúar slökkviliðs og lögreglu haft aðgang að þessu rými. Í rýminu eru allar öryggismyndavélar og um ca 30 auka öryggismyndavélar. Þarna eru teknar ákvarðanir um hvað á að gera og hvað á EKKI að gera,“ segir Hann. „Í gærkvöldi var þetta rými ekki sett upp, sem er stór galið.“ Hrannar tekur þá fram að hann hafi ekki tekið þátt í skipulagningu tónleikanna.
FM95BLÖ Tónleikar á Íslandi Reykjavík Slökkvilið Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Fleiri fréttir Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Sjá meira