Vilja að Aþena fylgi mannréttindastefnu borgarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 3. júní 2025 14:10 Skúli Helgason formaður íþrótta- og menningarráðs Reykjavíkurborgar og Brynjar Karl Sigurðsson þjálfari Aþenu Vísir/Vilhelm/Anton Brink Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir fundum ráðsins og körfuboltafélagsins Aþenu ekki lokið. Hann leggur til nýjan tvíhliða samning sem felur meðal annars í sér ákvæði um samskipti og að félagið fylgi mannréttindastefnu borgarinnar. Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar. Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Skúli Helgason formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar og Steinþór Einarsson sviðsstjóri menningar- og íþróttasviðs Reykjavíkurborgar funduðu með Brynjari Karli Sigurðssyni þjálfara Aþenu í gær um framtíð félagsins. Rekstarsamningur borgarinnar og félagsins rann út á dögunum og verður að öllum líkindum ekki endurnýjaður í sömu mynd. Brynjar ræddi við fréttastofu í gær og sagðist engar skýringar hafa fengið á því hvers vegna borgin vildi ekki endurnýja samninginn. Vilja tví- en ekki þríliða samning Fréttamaður náði ekki tali af Skúla en í skriflegu svari frá honum vegna málsins segir að á fundinum hafi hann lagt fram hugmyndir að lausn sem gangi út á að gerður yrði tvíhliða samningur við Aþenu og annar við Leikni í stað þess þríhliða samkomulags sem gert var 2022 og er nýlega runnið út. Hann áréttir að menningar- og íþróttaráð hafni því ekki að halda samningaviðræðum við félagið áfram. Boðað hafi verið til annars fundar á morgun. „En við viljum sjá breytingar sem tengjast meðal annars eðlilegri samnýtingu húsnæðis borgarinnar, samstarfi félaganna, góðum samskiptum og að fylgt verði mannréttindastefnu borgarinnar,“ segir í Svörum Skúla. Hann segir mikilvægt að aðgreina annars vegar rekstur mannvirkjanna og hins vegar að skapa félaginu aðstæður til að halda áfram sínu starfi. Það sé gleðilegt að Aþenu hafi tekist að nærri þrefalda fjölda iðkenda á einungis þriggja ára tímabili. Leggja til ákvæði um samskipti Þá segir hann að í tillögu gærdagsins hafi falist að gerður yrði samningur við Aþenu sem tryggi þeim sambærilegan fjölda tíma og þau höfðu í fyrri samningi sem og félagsaðstöðu, ákvæði um samskipti, að fylgt yrði mannréttindastefnu borgarinnar í starfseminni, aðkomu að stefnumótun um Breiðholt og fleira. „Fyrstu viðbrögð á fundinum í gær voru ekki jákvæð en við munum halda áfram samtalinu, eigum fund aftur á morgun og vonandi finnum við ásættanlega lausn á þessu máli fyrir börnin í Breiðholti því þeirra hagur skiptir öllu máli.“ Loks áréttir hann að þríhliða samkomulag, líkt og það sem sem hefur undanfarin ár verið milli Leiknis, Aþenu og borgarinnar, sé undantekning frá meginreglunni um tvíhliða samninga og það sé líka frávik frá meginreglunni um að félag af slíkri stærðargráðu sé með samning um rekstur mannvirkis í umsjón borgarinnar.
Aþena Reykjavík Körfubolti Íþróttir barna Leiknir Reykjavík Borgarstjórn Mannréttindi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira