„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Linda Björk Markúsardóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun