„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Linda Björk Markúsardóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun