Sama aðgengi, sameiginleg réttindi, líka fyrir ömmur Ellen Calmon skrifar 16. apríl 2015 07:00 Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Enn gerist það að fatlað fólk þarf frá að hverfa vegna þess að mannvirki hafa ekki verið byggð með þarfir þess í huga. Það felur í sér að hluti þjóðarinnar getur ekki sótt þjónustu hjá hinu opinbera eða tekið þátt í menningarlífi til jafns við aðra. Húsnæði Umboðsmanns Alþingis er til að mynda óaðgengilegt hreyfihömluðu fólki og dæmi eru um að foreldar hafi ekki getað fylgt börnum sínum í félagsstarfi vegna hindrana. Nútíma samfélag ætti að gera ráð fyrir öllum. Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin eigi að sjá til þess að fötluðu fólki sé gert kleift að lifa sjálfstæðu lífi og í því felst að útrýma hindrunum sem hefta aðgengi. Það á við um byggingar og önnur mannvirki, samgöngur, upplýsingar, fræðslu og þjónustu. Aðgengileg mannvirki Áður fyrr var lítill gaumur gefinn að sérþörfum fólks. Oft er talað um að erfitt sé að gera endurbætur á eldri byggingum sem auðvelda aðgengi fatlaðs fólks en í fjölmörgum tilfellum má nýta hugvitið og koma fyrir tækjum, brautum eða öðru efni sem auðveldar aðgengi. Nú hefur endurbætt byggingarreglugerð tekið gildi sem kveður á um algilda hönnun með aðgengi fyrir alla. Í henni felst meðal annars sú krafa að aðgengi fatlaðra einstaklinga sé tryggt að mannvirkjum sem ætluð eru almenningi. Í því felst til dæmis að rými þarf að vera nægjanlegt, merkingar greinilegar, góð litaskil og notkun á byggingarefnum sem ekki valda viðbrögðum hjá astma- eða ofnæmisjúklingum. Þetta hentar ekki síður ömmunni sem á erfitt með gang og getur nú notað göngugrind heima hjá sér eða hjólastól því rýmið er nægilegt til athafna með slíkum hjálpartækjum. Amman getur notið þess að vera heima hjá sér eins lengi og hún hefur heilsu til með heimaþjónustu. Hindrunarlaust samfélag hentar öllum Milli 10 og 15% Íslendinga er fatlað fólk og öll eigum við aðstandendur sem þurfa sérstök úrræði vegna tálma í umhverfinu. Algild hönnun felur ekki aðeins í sér að frændinn sem notar hjólastól geti komist inn í bygginguna eða að amman sem á erfitt með gang geti ferðast með lyftu á milli hæða. Ef amman er orðin verulega sjónskert þá er mikilvægt að hnapparnir í lyftunni séu með upphleyptu letri svo að hún viti á hvaða hnapp hún eigi að styðja. Skýr litaskil, auðlesin skilti og leiðbeiningar gagnast ömmunni sem og svo mörgum öðrum. Réttindi geta verið hagkvæm Sumir sjá ofsjónum yfir þeim kröfum sem nú eru gerðar til mannvirkja en þann 12. mars sl. í viðtali við Ölmu Ómarsdóttur á RÚV lét framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hafa eftir sér að allur lúxusinn sem er í byggingarreglugerðinni standi í vegi fyrir byggingu smærri og ódýrari íbúða. Lúxusinn svokallaði er að veita líka þeim hópum sem upplifa hindranir greiðari aðgang að mannvirkjum. Það er enginn lúxus. Það verður að leita annarra lausna til að lækka kostnað en að skerða sjálfsögð réttindi fólks. Þá má ekki gleyma því að ef amman býr í aðgengilegu húsnæði þá getur hún búið lengur heima en ella. Amman keypti aðgengilegu íbúðina fyrir sína peninga sem hlýtur að vera hagkvæmara fyrir samfélagið heldur en að hið opinbera hafi þurft að byggja undir hana rými á hjúkrunarheimili. Öll þurfum við þak yfir höfuðið en það má ekki byggja á grunni mismununar. Við viljum byggja upp samfélag fyrir alla. Það á aldrei að gefa afslátt af mannréttindum, aldrei! Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun