Aron: Það er frábært að fá Óla inn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 08:15 Aron fer yfir málin með strákunum á æfingu landsliðsins í Laugardalshöll. Hann verður líklega án Alexanders Peterssonar í kvöld en hefur fengið Ólaf Stefánsson í þjálfarateymið. Vísir/Vilhelm „Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“ EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
„Fyrir utan Alexander Petersson þá eru allir í toppstandi og klárir í slaginn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hans menn spila mjög mikilvægan leik í kvöld gegn Serbum í undankeppni EM. Serbar hafa unnið báða sína leiki en Ísland er búið að vinna einn leik og tapa einum. Ísland tapaði óvænt í Svartfjallalandi og strákarnir gerðu sér erfiðara fyrir í riðlinum með því. Það er því ekkert svigrúm fyrir fleiri mistök. „Við erum að rifja upp það sem við höfum verið að gera og negla niður þá hluti sem við viljum gera í þessum leik. Stefnan er að ná hámarksframmistöðu í þessum leik,“ segir þjálfarinn en hann fékk aðeins tvo daga til að undirbúa liðið og á mánudag vantaði enn tvo leikmenn í hópinn.Vorum óútreiknanlegir Frammistaða landsliðsins á HM í Katar var undir þeirra væntingum. Ætla menn að svara fyrir sig í þessum leik? „Þetta snýst fyrst og fremst um að við viljum vinna leikinn. Við verðum að vinna þennan leik til að komast á EM í Póllandi. Við vitum allir að síðasta mót í Katar var mjög kaflaskipt hjá okkur. Við sýndum frábæran leik og vorum mjög slakir þess á milli. Við vorum svolítið óútreiknanlegir,“ segir Aron en hann óskar eftir góðum stuðningi áhorfenda gegn sterku liði Serba. „Þessi leikur er frábær áskorun fyrir okkar reynda lið. Við vöxum oftast við áskoranir og erum þá oftast bestir. Þetta er líka áskorun fyrir íslenskan handbolta því við þurfum tvö stig í þessum tveimur leikjum gegn Serbum. Við hlökkum til að takast á við þessa áskorun.“Rúnar að spila vel Eins og áður segir er Alexander Petersson meiddur og ólíklegt að hann geti spilað. Ef hann getur spilað þá verða það líklega fáar mínútur. „Við reynum allt til þess að fá hann í gang. Ásgeir Örn og Rúnar Kára stóðu sig mjög vel á EM í Danmörku. Rúnar er búinn að jafna sig af sínum meiðslum og hefur verið að spila mjög vel í Þýskalandi. Við þurfum að koma honum inn í spilið en hann lítur mjög vel út.“ Það var gerð breyting á þjálfarateyminu fyrir leikinn. Erlingur Richardsson er hættur og í hans stað er mættur Ólafur Stefánsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og einn besti handboltamaður sögunnar. „Það er frábært að fá Óla inn. Hann er mikill liðsmaður og góður karakter. Óli hefur líka mikla þekkingu og reynslu þannig að það er virkilega jákvætt að fá hann inn. Óli þekkir strákana vel og við þekkjumst líka vel. Hann kemur með punkta sem nýtast vel.“ Samningur Arons við HSÍ rennur út í sumar og hefur ekki verið tekin nein ákvörðun með það hvort HSÍ býður honum áframhaldandi samning. Þjálfarinn reynir að hugsa sem minnst um það mál á meðan þetta verkefni er í gangi. „Auðvitað er ég með einhver mál í gangi enda hef ég lítinn áhuga á því að standa uppi atvinnulaus í sumar. Ég hef samt ákveðið að taka þessa viku á fullu og ég legg allt annað til hliðar á meðan.“
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira