Grundvallarbreyting sem má ekki verða Jón Steinsson skrifar 29. apríl 2015 08:45 Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Jón Steinsson Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem kveður á um að aflaheimildum í makríl verði úthlutað til sex ára. Í núverandi lögum um stjórn fiskveiða er aflahlutdeildum úthlutað ótímabundið og því er oft talað um varanlega úthlutun aflaheimilda. Það kann því að hljóma eins og makrílfrumvarp ráðherra veiti útgerðinni minni rétt til makrílveiða en lög um stjórn fiskveiða gera um aðrar tegundir. Þetta er alvarlegur misskilningur. Frumvarp ráðherra felur í rauninni í sér grundvallarbreytingu í þá átt að styrkja lagalega stöðu útgerðarinnar. Núverandi lög um stjórn fiskveiða kveða skýrt á um að úthlutunin myndi „ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Þetta þýðir að stjórnvöld á hverjum tíma hafa alltaf tækifæri til þess að breyta úthlutuninni og taka upp nýtt fyrirkomulag sem fæli í sér að útgerðin greiði þjóðinni eðlilegt leigugjald fyrir réttinn til þess að nýta auðlindina. Það eina sem er óafturkallanlegt í núverandi kerfi er úthlutun ráðherra á aflaheimildum til eins árs í senn. Í makrílfrumvarpi ráðherra er ekkert ákvæði um þjóðareign kvótans né heldur um það að úthlutunin myndi ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Þvert á móti er kveðið á um að sex ára úthlutun veiðiheimilda í makríl framlengist sjálfkrafa um eitt ár á hverju ári og að úthlutuninni sé ekki hægt að breyta nema með sex ára fyrirvara. Þetta er grundvallarbreyting. Ég vil minna lesendur á að sex ár eru lengri tími en heilt kjörtímabil Alþingis. Þetta frumvarp þýðir því að næsta ríkistjórn mun ekki geta breytt úthlutun aflaheimilda í makríl og komið þeim breytingum í framkvæmd jafnvel þótt hún sitji heilt kjörtímabil. Til þess að gera slíkt mun þurfa ríkisstjórn sem vinnur tvennar kosningar í röð. Með öðrum orðum mun þjóðin ekki geta komið fram vilja sínum um eðlilegt leigugjald fyrir úthlutun makrílkvóta jafnvel þótt hún kjósi til þess meirihluta í þingkosningum. Með þessu frumvarpi er því stigið risastórt skref í þá átt að festa varanlega í sessi það fyrirkomulag að útgerðarmenn þurfi ekki að greiða eðlilegt leigugjald til þjóðarinnar fyrir afnot af sameign þjóðarinnar. Vitaskuld verður áfram hægt að leggja á veiðigjöld og breyta þeim ár frá ári en það verður nánast ómögulegt að taka upp uppboðsfyrirkomulag við úthlutun aflaheimilda í makríl. Það verður með öðrum orðum nánast ómögulegt að taka upp fyrirkomulag sem tryggir að útgerðarmenn greiði markaðsverð fyrir veiðiheimildir. Það sem meira er, ef þetta frumvarp verður að lögum verður til fordæmi um óafturkallanlega úthlutun aflaheimilda til lengri tíma en eins árs. Þetta fordæmi mun gera það auðveldara fyrir stjórnvöld að breyta úthlutun annarra tegunda á sama veg. Á síðustu 10 árum hefur verðmæti veiðiheimilda aukist verulega. Heimsmarkaðsverð sjávarafurða hefur hækkað um 50%, gengi krónunnar lækkað verulega og þorskstofninn hefur stækkað. Nú er svo komið að auðlindaarðurinn í sjávarútvegi er 40-60 ma.kr. á ári. Hér er ég að tala um arð umfram eðlilegan arð af skipum, frystihúsum og öðrum fjárfestingum í greininni. Þessi auðlindaarður á að renna til þjóðarinnar – eiganda auðlindarinnar – en gerir það ekki nema að litlu leyti. Þjóðin er með öðrum orðum hlunnfarin um tugi milljarða árlega. Mörgum er tíðrætt þessa dagana um lág laun á Íslandi og veika stöðu velferðarkerfisins. Er nema von að staðan sé eins og hún er þegar þjóðin lætur það yfir sig ganga ár eftir ár að stjórnvöld úthluti verðmætustu auðlindum þjóðarinnar með u.þ.b. 80% afslætti? Nú vill ríkisstjórnin taka stórt skref í þá átt að festa enn frekar í sessi þetta ófremdarástand. Er ekki tími til kominn að landsmenn segi hingað og ekki lengra?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun