Tökum völdin af stjórnmálamönnum Benedikt Jóhannesson skrifar 30. apríl 2015 06:00 Kvótakerfið og hugmyndir um sanngjarnt afgjald af auðlindinni haft skipt þjóðinni í fylkingar. Stjórnvöld hafa heykst á því að hafa einfalt kerfi og vilja nú flækja málin með því að gera nýtingarsamninga til langs tíma með ýmiss konar útúrdúrum og flækjum, auk þess sem tortryggni ríkir um að gjaldið verði ekki sanngjarnt. Frumvarpið um makrílkvótann ýtir undir grunsemdir um að enn eigi að flækja kerfið. Stjórnmála- og embættismenn taka sér hlutverk sem markaðurinn leysir best. Það er bæði almenningi og útgerðinni nauðsynlegt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálgast nokkur einföld meginsjónarmið. Á fundi stjórnmálaaflsins Viðreisnar í vetur var kynnt einföld, markaðstengd lausn sem nær öllum sanngjörnum markmiðum allra aðila.Skilyrði fyrir sátt Nefna má nokkur atriði sem ekki ætti að vera mikill styr um. Vissulega eru nokkrir útgerðarmenn sem telja að vænlegast sé að setja undir sig hausinn og hlusta ekki á „vitleysingana“ sem vilji veiðigjöld, en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnkandi. Afkoma af flestum útgerðarfyrirtækjum hefur verið ágæt að undanförnu og því hvati fyrir útgerðina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði aflabrestur. Markmiðin sem nást eiga eru:Greitt sé hæfilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinniGjaldið sé markaðstengtTryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðarNýliðun sé mögulegHvatt sé til hagræðingar og hámarksarðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir.Markaðsleið að sanngjörnu gjaldiNú er verð á sjávarafurðum síbreytilegt, markaðsaðstæður eru misjafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæftir. Aflaheimildirnar hafa sveiflast frá ári til árs en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heildarkvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna prósentu af hverri tegund fyrir sig, en ekki fyrirfram ákveðinn tonnafjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu. Hugmyndin er sú að á hverju ári er ákveðnu hlutfalli aflaheimilda fyrra árs úthlutað til kvótahafa. Þetta hlutfall gæti verið á bilinu 90 til 95% af kvótanum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á uppboðsmarkað þar sem allir gætu boðið í heimildirnar. Með þessu móti ræðst afgjald ríkisins af aðstæðum á markaði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, annars lægra. Allir fylgja sömu reglum, þ.e. ekki er hagstætt að skulda eða vera á annars konar fleyi en aðrir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaupandinn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í uppboðunum. Á það ber að leggja áherslu að úthlutað er sama hlutfalli kvótans á hverju ári. Þannig eru alltaf 5 til 10% til sölu á markaði. Leiðin sameinar ýmsa kosti sem nauðsynlegt er að uppfylla. Markaðurinn sér um að greitt er hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Allir eru jafnir fyrir kerfinu. Ekki er horft á hvenær réttindi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvótinn er alveg jafnsettur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er einföld, öllum er heimill aðgangur að uppboðunum, og þeir sem uppfylla þau skilyrði að geta gert út á Íslandsmið geta allir boðið. Þeir sem illa stendur á hjá geta sleppt því að taka þátt í útboðinu það árið. Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Markaðsleiðin er einföld því ekki þarf bókhald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auðvelt með að reikna hve stóran hluta aflaheimildanna þeir fá endurgjaldslaust.Stöðugt rekstrarumhverfiÞrátt fyrir að rekstur útgerðarfyrirtækja hafi gengið vel almennt undanfarin ár hefur óvissan um framtíðarkerfi valdið því að margar útgerðir hafa dregið við sig nauðsynlegar fjárfestingar. Því er það mikils virði fyrir þjóðina alla að sátt náist um kerfi til frambúðar. Um prósentuna sem útdeilt er án endurgjalds þarf að nást samkomulag, en þegar hún er komin á þarf hún að haldast stöðug, þannig að útgerðarmenn geti gert rekstraráætlanir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri prósentu sem lækkar ár frá ári. Nú gilda ákveðnar reglur um hámarksstærð kvóta sem útgerðir mega eiga og að þeim þarf að gæta. Í útgerð eru auðvitað alltaf sveiflur, en í stöðugleika felst að reglurnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjárfestingar. Skip og veiðarfæri eru dýr og ekki tjaldað til einnar nætur. Sú leið sem hér er reifuð veldur engri kollsteypu. Það er ekki verið að innkalla veiðiheimildir í skyndingu heldur eru þær smám saman færðar á almennan kvótamarkað. Útgerðir fá eðlilegan aðlögunarrétt en greiða sanngjarnt afgjald. Aðalatriðið er að fyrir komandi kynslóðir verður komið sjálfbært kerfi sem byggir á markaðsstýringu. Viðreisn telur nauðsynlegt að brjótast út úr viðjum kerfis þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir og hve mikið hann borgar fyrir veiðiréttinn. Markmiðið er hvorki að hygla útgerðarmönnum né ná ofurtekjum til samfélagsins. Markaðslausnin tryggir að afgjaldið verður alltaf eðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Kvótakerfið og hugmyndir um sanngjarnt afgjald af auðlindinni haft skipt þjóðinni í fylkingar. Stjórnvöld hafa heykst á því að hafa einfalt kerfi og vilja nú flækja málin með því að gera nýtingarsamninga til langs tíma með ýmiss konar útúrdúrum og flækjum, auk þess sem tortryggni ríkir um að gjaldið verði ekki sanngjarnt. Frumvarpið um makrílkvótann ýtir undir grunsemdir um að enn eigi að flækja kerfið. Stjórnmála- og embættismenn taka sér hlutverk sem markaðurinn leysir best. Það er bæði almenningi og útgerðinni nauðsynlegt að ná sáttum í þessu máli þar sem reynt er að nálgast nokkur einföld meginsjónarmið. Á fundi stjórnmálaaflsins Viðreisnar í vetur var kynnt einföld, markaðstengd lausn sem nær öllum sanngjörnum markmiðum allra aðila.Skilyrði fyrir sátt Nefna má nokkur atriði sem ekki ætti að vera mikill styr um. Vissulega eru nokkrir útgerðarmenn sem telja að vænlegast sé að setja undir sig hausinn og hlusta ekki á „vitleysingana“ sem vilji veiðigjöld, en margt bendir til þess að áhrif þeirra fari minnkandi. Afkoma af flestum útgerðarfyrirtækjum hefur verið ágæt að undanförnu og því hvati fyrir útgerðina að festa í sessi kerfi sem tryggir að svo verði áfram, svo fremi að ekki verði aflabrestur. Markmiðin sem nást eiga eru:Greitt sé hæfilegt gjald fyrir aðgang að auðlindinniGjaldið sé markaðstengtTryggt sé að umgjörðin sé stöðug til frambúðarNýliðun sé mögulegHvatt sé til hagræðingar og hámarksarðsemi til lengri tíma litið Þessi markmið eiga að vera af því tagi sem „sanngjarnir menn“ fallast á að séu æskileg. Við munum víkja nokkuð að þeim hverju um sig hér á eftir.Markaðsleið að sanngjörnu gjaldiNú er verð á sjávarafurðum síbreytilegt, markaðsaðstæður eru misjafnar og ekki er alltaf á vísan að róa um gæftir. Aflaheimildirnar hafa sveiflast frá ári til árs en á hverju ári er gefið að úthlutað er ákveðnum heildarkvóta. Útgerðir hafa haft ákveðna prósentu af hverri tegund fyrir sig, en ekki fyrirfram ákveðinn tonnafjölda. Leiðin sem hér er lýst tekur mið af þessu. Hugmyndin er sú að á hverju ári er ákveðnu hlutfalli aflaheimilda fyrra árs úthlutað til kvótahafa. Þetta hlutfall gæti verið á bilinu 90 til 95% af kvótanum frá fyrra ári og fyrir þetta greiða menn ekki neitt. Það sem eftir er, 5 til 10%, yrði sett á uppboðsmarkað þar sem allir gætu boðið í heimildirnar. Með þessu móti ræðst afgjald ríkisins af aðstæðum á markaði. Þegar vel árar bjóða menn hátt, annars lægra. Allir fylgja sömu reglum, þ.e. ekki er hagstætt að skulda eða vera á annars konar fleyi en aðrir. Kíló kostar það sama og kíló, sama hver kaupandinn er. Þeir sem ekki geta greitt þurfa ekki að taka þátt í uppboðunum. Á það ber að leggja áherslu að úthlutað er sama hlutfalli kvótans á hverju ári. Þannig eru alltaf 5 til 10% til sölu á markaði. Leiðin sameinar ýmsa kosti sem nauðsynlegt er að uppfylla. Markaðurinn sér um að greitt er hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindinni. Allir eru jafnir fyrir kerfinu. Ekki er horft á hvenær réttindi voru keypt, heldur aðeins hver staðan er í lok árs. Nýi kvótinn er alveg jafnsettur þeim gamla, þannig að ekki þarf að halda utan um hvað var keypt hvenær. Nýliðun er einföld, öllum er heimill aðgangur að uppboðunum, og þeir sem uppfylla þau skilyrði að geta gert út á Íslandsmið geta allir boðið. Þeir sem illa stendur á hjá geta sleppt því að taka þátt í útboðinu það árið. Þannig heldur þetta áfram koll af kolli á hverju ári. Markaðsleiðin er einföld því ekki þarf bókhald um það hvenær hvert kíló var keypt og menn eiga auðvelt með að reikna hve stóran hluta aflaheimildanna þeir fá endurgjaldslaust.Stöðugt rekstrarumhverfiÞrátt fyrir að rekstur útgerðarfyrirtækja hafi gengið vel almennt undanfarin ár hefur óvissan um framtíðarkerfi valdið því að margar útgerðir hafa dregið við sig nauðsynlegar fjárfestingar. Því er það mikils virði fyrir þjóðina alla að sátt náist um kerfi til frambúðar. Um prósentuna sem útdeilt er án endurgjalds þarf að nást samkomulag, en þegar hún er komin á þarf hún að haldast stöðug, þannig að útgerðarmenn geti gert rekstraráætlanir til langs tíma. Þó má vel hugsa sér að gefin sé stutt aðlögun þar sem byrjað er á hærri prósentu sem lækkar ár frá ári. Nú gilda ákveðnar reglur um hámarksstærð kvóta sem útgerðir mega eiga og að þeim þarf að gæta. Í útgerð eru auðvitað alltaf sveiflur, en í stöðugleika felst að reglurnar séu þær sömu í langan tíma og menn geti lagað sig að þeim, til dæmis þegar þeir ákveða fjárfestingar. Skip og veiðarfæri eru dýr og ekki tjaldað til einnar nætur. Sú leið sem hér er reifuð veldur engri kollsteypu. Það er ekki verið að innkalla veiðiheimildir í skyndingu heldur eru þær smám saman færðar á almennan kvótamarkað. Útgerðir fá eðlilegan aðlögunarrétt en greiða sanngjarnt afgjald. Aðalatriðið er að fyrir komandi kynslóðir verður komið sjálfbært kerfi sem byggir á markaðsstýringu. Viðreisn telur nauðsynlegt að brjótast út úr viðjum kerfis þar sem stjórnmálamenn ákveða hver veiðir og hve mikið hann borgar fyrir veiðiréttinn. Markmiðið er hvorki að hygla útgerðarmönnum né ná ofurtekjum til samfélagsins. Markaðslausnin tryggir að afgjaldið verður alltaf eðlilegt.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun