Veljum réttlæti Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar