Veljum réttlæti Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag fögnum við baráttudegi verkalýðsins, göngum fylktu liði og látum kröfuna um réttlátt samfélag enduróma um landið allt. Þessi dagur hefur sérstaka merkingu nú þegar ástandið á vinnumarkaði er alvarlegra en um langt skeið. En kröfugöngur dagsins snúast ekki einungis um kröfur samtímans. Þær snúast einnig um vaxandi misrétti í heiminum öllum á undanförnum árum og áratugum, bæði milli ólíkra heimshluta og innan einstakra samfélaga. Þessi þróun tengist uppgangi nýfrjálshyggjunnar á níunda áratugnum þegar Reagan og Thatcher og aðrir í kjölfar þeirra innleiddu kreddur hennar af miklum móð með skattkerfisbreytingum og einkavæðingu í þágu hinna ríku. Eins og ýmsir fræðimenn hafa vakið athygli á í seinni tíð leiddu þessar pólitísku aðgerðir af sér stóraukinn ójöfnuð í vestrænum samfélögum sem veldur ólgu og ógnar tilvist þeirra og heimsins alls; eins mun aukinn jöfnuður eingöngu nást með pólitískum aðgerðum.Jöfnuður er góður fyrir samfélagið Þeim samfélögum sem hafa grundvallast á jafnaðarhugsjón hefur vegnað best í heiminum í öllum alþjóðlegum samanburði, meðal annars vegna þess að jöfnuðurinn sjálfur hefur verið mikilvægur þáttur í samfélagsgerðinni og almennur skilningur hefur verið sá að samfélagið sé eitt fyrir alla. Því miður hefur sá skilningur dvínað að undanförnu þó að þessi samfélög standi enn fremst allra þegar kemur að lífsgæðum. Jöfnuður er góður fyrir samfélagið sem heild og fyrir alla – og það eru mikil öfugmæli þegar ólga á hérlendum vinnumarkaði er sögð vegna þess að jöfnuður sé hreinlega orðinn of mikill eins og ráðamenn láta nú hafa eftir sér. Eftir hrun varð tekjudreifing á Íslandi jafnari en áður. Bæði vegna þess að hæstu tekjur lækkuðu en líka vegna þess að síðasta ríkisstjórn reyndi að dreifa byrðunum jafnt; meðal annars með þrepaskiptu skattkerfi að norrænni fyrirmynd þannig að þeir sem lægstar tekjur hafa greiði lægri skatta en þeir sem hafa hærri tekjur. Núverandi ríkisstjórn vill það jafnaðarkerfi feigt og stefnir að því að fækka þrepum sem myndi hafa slæm áhrif á lágtekjufólk. Þær skattabreytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur þegar ráðist í hafa allar beinst gegn lágtekjufólki – þar á meðal hækkun á matarskatti sem hefur hlutfallslega meiri áhrif á tekjuminna fólk en hina sem hafa meira á milli handanna. Það er því hætta á að ójöfnuður í tekjum aukist á nýjan leik enda beinlínis að því stefnt. Á sama tíma hefur ójöfnuður í eignum vaxið jafnt og þétt, fyrir og eftir hrun. Ríkustu tíu prósent íslenskra heimila áttu 56% heildareigna árið 1997 en árið 2013 áttu þau um 71%. Líklega er það hlutfall hærra því að ekki er fullnægjandi yfirsýn til yfir erlendar eignir. Þessi samþjöppun eigna er sama þróun og þekkt er um heim allan. Henni verður að breyta með pólitískum aðgerðum. Eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á er hægt að breyta henni með breyttri skattastefnu, auknu alþjóðlegu samstarfi um skattamál og öflugu velferðar- og menntakerfi þar sem allir eiga jafnan aðgang. Því miður er það ekki sú pólitík sem núverandi ríkisstjórn stendur fyrir. Hennar helsta áhyggjuefni er of mikill jöfnuður í samfélaginu og því miður bendir ekkert til þess að lát verði á því verkefni hennar að gera hina ríku ríkari en hina fátæku fátækari. Einungis kjósendur geta snúið þeirri þróun við.Til hamingju með daginn.Veljum réttlæti.
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun