Hefst titilbaráttan á KR-velli? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2015 08:00 Óskar Örn Hauksson fer líklega beint í byrjunarlið KR gegn FH en hann er nýkominn heim eftir vetrardvöl hjá FC Edmonton. fréttablaðið/daníel Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Tímabilið í Pepsi-deild karla fór af stað með fjórum leikjum í gær en augu margra beinast að viðureign KR og FH í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Liðunum var spáð efstu tveimur sætunum í Pepsi-deild karla í Fréttablaðinu, sem og víðar, en flestir sparkspekingar landsins eru sammála um að FH standi uppi sem Íslandsmeistarar í haust, enda er Heimir Guðjónsson, þjálfari FH og uppalinn KR-ingur, með ógnarsterkan leikmannahóp í höndunum. KR mætir til leiks með nýtt þjálfarateymi með sinn gamla fyrirliða, Bjarna Guðjónsson, fremstan í flokki. Félagið hefur látið til sín taka á leikmannamarkaðnum, rétt eins og FH, en liðið þurfti tíma til að slípa sig saman á undirbúningstímabilinu. Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, hefur þó ekki áhyggjur af því að lærisveinar Bjarna mæti ekki tilbúnir til leiks í kvöld. „Það hefur verið stígandi í liði KR og leikurinn gegn Stjörnunni [í Meistarakeppni KSÍ] var ekki alslæmur þrátt fyrir 1-0 tap,“ segir Hjörvar.Einn verður ósáttur Líkleg byrjunarlið liðanna má sjá hér til hliðar en Hjörvar útilokar ekki að Þorsteinn Már Ragnarsson verði í byrjunarliði KR í kvöld. „Það er spurning hvort Þorsteinn eða Sören [Fredriksen] byrji. Gary Martin, markahæsti leikmaður síðustu leiktíðar, gæti svo annaðhvort spilað í stöðu framherja eða á hægri kantinum.“ Hvað sem verður segir Hjörvar að Bjarni þurfi að taka erfiða ákvörðun. „Hann þarf að velja á milli Sörens, Gary, Þorsteins og Óskars [Arnar Haukssonar] um þessar þrjár stöður og það er ljóst að einn þeirra verður ekki sáttur.“ Það má búast við því að FH stilli upp öflugu sóknarliði að venju en Hjörvar hefur þó ekki áhyggjur af varnarleik Vesturbæjarliðsins. „KR endurheimti Skúla Jón Friðgeirsson en þar fer einn allra öflugasti miðvörður Pepsi-deildarinnar.“Spilar FH með tvo sóknarmenn? „Stóra spurningin um FH er hvort Heimir haldi sér við hið fræga 4-3-3 kerfi FH-inga sem liðið hefur spilað undanfarin ár eða haldi sér við 4-4-2 eins og liðið hefur gert á undirbúningstímabilinu,“ segir Hjörvar, sem segir að það muni mikið mæða á Böðvari Böðvarssyni, bakverði FH-inga. „Böðvar er að leysa hinn meidda Sam Tillen af hólmi og það er spurning hvort Bjarni freistist til að hafa Gary á hægri kantinum til að keyra á bakvörðinn unga.“FH-ingum virðist þó líka vel að mæta KR á útivelli snemma móts. Í fyrra áttust liðin við í 3. umferð, þá reyndar á gervigrasinu í Laugardal, þar sem áðurnefndur Böðvar lagði upp sigurmark FH sem Kristján Gauti Emilsson skoraði. Þessi lið áttust svo við í fyrstu umferðinni á Íslandsmótinu 2004 og svo aftur 2006. Í bæði skiptin á KR-vellinum og í bæði skipti hafði FH betur og stóð svo uppi sem Íslandsmeistari um haustið. Atli Viðar Björnsson skoraði í báðum leikjum en hann verður líklega á varamannabekk FH í kvöld. „Það lið sem skorar fyrst mun vinna þennan leik,“ segir Hjörvar. „Ég á ekki von á markamiklum leik enda verður leikið við nokkuð erfiðar aðstæður. Gæði knattspyrnunnar gætu liðið nokkuð fyrir það.“ Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst hálftíma fyrir leik.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00 Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: FH verður Íslandsmeistari Tveggja ára bið FH eftir sjöunda Íslandsmeistaratitlinum lýkur í haust samkvæmt spá Fréttablaðsins og Vísis. 2. maí 2015 09:00
Niðurstaða toppbaráttunnar: Titillinn fer í Hafnarfjörðinn Fréttablaðið og Vísir spá FH Íslandsmeistaratitlinum. Hafnarfjarðarliðið er titlalaust síðustu tvö árin og miklu hefur verið til tjaldað til að endurheimta titilinn. 2. maí 2015 10:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: KR hafnar í 2. sæti KR-ingar berjast við FH um Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deildinni í sumar. 1. maí 2015 09:00