Mótmælum rofi á rammaáætlun! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til umfjöllunar tillögu meirihluta atvinnuveganefndar sem gerir ráð fyrir að færa virkjanahugmyndir við Skrokköldu á Sprengisandi, Hagavatn sunnan Langjökuls og í neðrihluta Þjórsár í orkunýtingarflokk rammaáætlunar. Þetta gefur orkufyrirtækjum skotleyfi á umrædd landsvæði án þess að nokkur þessara virkjana hafi hlotið fullnægjandi málsmeðferð sem lög mæla fyrir um. Ég spyr hvort fólk sætti sig við þetta og telji vinnubrögð sem þessi líkleg til sátta um orkunýtingu í landinu? Hvað segir umhverfisráðherra? Hvað segir forstjóri Landsvirkjunar? Hvað segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar? Hvað segir þú lesandi góður? Lög um rammaáætlun kveða á um skýrt verklag. Umhverfisráðherra ber að leggja tillögur um flokkun virkjanahugmynda fyrir Alþingi. Í þessu máli hefur það ekki verið gert nema um eina hugmynd í neðrihluta Þjórsár, Hvammsvirkjun. Faghópar eiga að meta verðmæti svæða og áhrif virkjana á þau, gefa þeim stig og raða eftir verðmætum á þessum forsendum. Vorið 2013 tók ný verkefnisstjórn rammaáætlunar til starfa og vinnur nú að 3. áfanga áætlunarinnar. Í endurskoðun hennar á flokkun virkjanahugmynda í neðrihluta Þjórsár var engri stigagjöf beitt og enginn samanburður fékkst við aðrar virkjanahugmyndir. Faghópar í núverandi áfanga hafa ekki enn metið Skrokköldu- og Hagavatnsvirkjun en vinnu þeirra ber lögum samkvæmt að leggja til grundvallar mati verkefnisstjórnar á hverjum tíma. Alþingi getur tæpast fært þessar virkjanahugmyndir til án þess að þessi vinna hafi farið fram. Áhöld eru því um hvort tillagan standist hreinlega lög. Burtséð frá lagalegum atriðum er ljóst að verði tillaga meirihluta atvinnuveganefndar að veruleika felur það í sér alvarlegt rof á tilraun til sátta um orkunýtingu í landinu. Rammaáætlunarferlinu yrði hreinlega kastað fyrir róða. Á nýafstöðnum aðalfundi Landverndar var skorað á alþingismenn að fresta ákvörðun um þessar fimm virkjanahugmyndir og fella þær inn í niðurstöður 3. áfanga rammaáætlunar sem kunngerðar verða eftir einungis eitt ár. Þar með fengist raunverulegur samanburður virkjanahugmynda til grundvallar flokkun þeirra í verndar- og orkunýtingarflokk. Nú dugar ekkert minna en að slá í potta og pönnur á Austurvelli til verndar hálendinu og rammaáætlunarferlinu. Skilaboð okkar eru skýr: Vér mótmælum öll!
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar